Ferð Rangárþing ytra
Síðsumarferð ferðanefndar FEBH verður um Rangárþing Ytra fimmtud. 22. ágúst. Lagt af stað kl 9:00 frá Þorlákssetri, áætluð heimkoma kl 18:00. Farið verður um Ásahrepp og Rangárþing ytra, þræddir vegir sem ekki eru í alfaraleið og sagt frá mönnum og málefnum. Helstu áfangastaðir eru kirkjustaðurinn Kálfholt, Bjóluhverfi og Þykkvibær, þar verður kaffi á Hótel VOS. Þá verður farið að Keldum á Rangárvöllum og komð í skálann sem er elsta bygging á Íslandi. Fáum okkur súpu og brauð á Hellu, farið í hellana hjá Ægissíðu og síðan haldið heim eftir krókaleiðum, trúlega með viðkomu á Leirubakka. Jóhann Gunnarsson er fararstjóri í þessari spennandi ferð um forvitnilega staði, fróður heimamaður og skemmtilegur sögumaður. Vonumst til að sjá sem flesta.
Verð kr 8500 á mann, greiðist í Arion banka reikning FEBH nr 52, merkt ferð. Innifalið er rútan, árdegiskaffi, súpa og brauð, aðgangur að Keldum, aðgangur í Hellana. Skráning hjá Kristínu Dagbjartsd sími 860 3884 og Fjólu Ragnarsd sími 659 5415 fyrir 20. ágúst.
Með bestu kveðju Ferðanefndin Kristín,Fjóla og Egill
Skildu eftir svar
Want to join the discussion?Feel free to contribute!