Leirnámskeið

Minni á leirnámskeiðið sem verður á morgun 15. mars kl. 13:00

Stjórnin

Smíðastofa

Hjörtur Harðarson er með lykil af smíðastofunni í Frumskógum.  Þeir sem vilja nýta sér þetta þurfa að hafa samband við hann.

Kveðja

Stjórnin

Leikhúsferð

Kæru félagar,

Stjórnin hefur ákveðið að bjóða í leikhús.

Farið verður í Þjóðleikhúskjallarann 27. mars n.k. kl. 19:00 á sýninguna „Shitt ég er sextugur“ með Erni Árnasyni.

Farið verður saman í rútu og verður þetta í boði félagsins.  Hægt er að skrá sig í tölvupósti eða á blaði sem verður í Þorlákssetri. Það verður að vera búið að skrá sig 10 dögum fyrir leikhúsferð því þá þarf að staðfesta kaupin á miðunum.

Vonum að sem flestir geti komið.

Bestu kveðjur

Stjórnin

Hverafuglar

Því miður verður engin æfing á morgun 10/3 þar sem Örlygur kemst ekki
 
Kveðja
 
Marta

Söngstund

Kæru FEBH félagar. Því miður verður engin söngstund í dag, undirleikari okkar er lasinn.
Vonandi getum við fengið tíma fyrir söngstund síðar í mánuðinum.
Kveðjur Sæunn

 

Skór í fatahengi

Ég er búin að setja alla skó sem eru við fatahengið í Þorlákssetri í poka undir borðið við fatahengi.  Hver og einn getur tekið sína skó og sett þá aftur í hilluna.  Eftir ca 2-3 mánuði mun ég taka þá skó sem eftir eru og henda þeim.  Ég er viss um að eitthvað af þessum skóm tilheyra fólki sem er annað hvort flutt eða dáið og engin ástæða til að geyma þá mikið lengur.

Bestu kveðju
Marta ritari

Söngstund

Minni á söngstundina  í Þorlákssetri næsta miðvikudag 9. mars kl. 13:00
Allir velkomnir að syngja með okkur. Sæunn og Tolli stjórna söngnum.

Söngstund

Söngstund verður í Þorlákssetri næsta miðvikudag 9. mars kl. 13:00
Allir velkomnir að syngja með okkur. Sæunn stjórnar söngnum.

Tálgunarnámskeið

Minni á tálgunarnámskeiðið sem verður næsta föstudag  4. mars. Hægt er að skrá sig í Þorlákssetri í dag og á fimmdtudaginn kl. 13-15

Stjórnin

Hverafuglar

Jæja, nú ætlum við að byrja kóræfingar hjá Hverafuglum næsta fimmtudag 3. mars. Vonandi komast sem flestir og allir velkomnir. Það þarf ekki að kunna að lesa af nótum.
Söngkveðjur
Marta