Kæru félagar
Nú hrindir hratt, dagur degi og í þessari viku eru síðustu tímarnir okkar á Heilsustofnun fyrir páska í vatnsleikfimi, Yoga Nidra slökun og dansleikfimi í Skyrgerðinni, sem verða einnig síðustu tímarnir þar. Einnig námskeiðin í hekli og vatnslitamálun gengu vel og bestu þakkir fyrir góða mætingu í alla þessa tíma.
Eftir páska
Sundlaugin á Heilsustofnun – Fyrsti tími 17. apríl Vatnsleikfimin með Rakel er líkt og fyrr, á mánudögum: fyrsti tími kl. 16:30 – annar tími kl. 17:15 – þriðji tími kl. 18:00. (nokkur pláss laus) Ath. að það eru frídagar og ekki vatnsleikfimi dagana, 10. apríl, 1. maí og 29. maí.
Yoga Nidra og Yoga í Kapellunni á Heilsustofnun – Fyrsti tími 11. apríl Á þriðjudögum er Yoga Nidra slökun (kl. 18.00) með Steinunni og Yoga (kl. 18:50) með Helgu Björk. (nokkur pláss laus)
Þorlákssetur – Fyrsti tími 11. apríl (3skipti) “Að lesa ljóð og yrkja ljóð” með Antoni Helga Jónssyni sjá: http://www.anton.is 11. apríl, 13. apríl og 18. apríl. kl. 10:00 – 12:00 (nokkur pláss laus)
NÝTT í Þorlákssetri
Spænska með Droplaugu – Fyrsti tími 12. apríl (2x í viku – 8 skipti) Miðvikudaga og föstudaga kl: 13:00 – 14:30 Á þessu skemmtilega námskeiðinu verður lögð áhersla á eftirfarandi:
– að skilja einföld samtöl og spurningar
– að læra algengar og einfaldar setningar; heilsa, panta mat, borga í veslunum o.fl.
– skilja og ná samhengi á einföldu prentuðu efni; auglýsingar, matseðlum o.fl.
– unnið er með talmál og orðaforða frekar en sagnbeygingar
Ef vel tekst til, þá verður boðið upp á þetta námskeið aftur í haust. Námskeiðsgjald kr. 7.500-
NÝTT í Þorlákssetri – Fyrsti tíminn 12. apríl
Línudans með okkar allra beztu Rakel – Fyrsti tími 12. apríl (1x í viku – 8 skipti) Miðvikudaga kl 17:00 – 17:30 Frábært námskeið fyrir alla sem kunna og/eða langar til að læra grunnsporin í línudansi og æfa skemmtilega dansa. Engin þörf á dansfélaga, heilmikil hreyfing og skemmtileg tónlist. Námskeiðsgjald kr. 7.500,-
Skráningu líkur 4. apríl
Kröfur fyrir þátttökugjöldum verða sendar í bankann.
Skráning: Steinunn Aldís á netfang: leirkrus@gmail.com eða í síma: 661 2179
Vinsamlegast látið vita, ef einhverjar breytingar hafa orðið, frá skráningu í janúar.