Hverafuglar

kór eldri borgara í Hveragerði, byrjar vetrarstarfið fimmtudaginn 17. sept. kl. 16,00. Söngstjóri verður eins og áður Örlygur Atli Guðmundsson. Æfingar eru í Þorlákssetri á fimmtudögum kl. 16 – 18. Allir velkomnir í skemmtilegan félagsskap.

 

Haustfundur

Haustfundur FEBH verður haldinn í Þorlákssetri fimmtud. 3. sept. n.k. kl. 14.00. Vetrardagskráin kynnt. Kaffihlaðborð kr. 1000. Allir 60+ sérstaklega velkomnir.

Sýning í Þorlákssetri á Blómstrandi dögum.

Í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna er sýning FEBH á Blómstrandi dögum 2015 tileinkuð konum í Hveragerði. Hér er minnst nokkurra kvenna, sem settu svip sinn á þorpið á árunum 1946-1956.

Sýningin verður opnuð fimmtudaginn 13. ágúst kl. 17,00 og verður síðan opin föstudag til sunnudags kl. 12-17.

Einnig verður sýningin opin næstu helgi á eftir, laugardaginn 23. og sunnudaginn 24. ágúst kl. 14-17.

 

Síðsumarferð FEBH

FERÐAÁÆTLUN

Farið frá Þorlákssetri kl. 10.oo þriðjudaginn 25 ágúst n.k. Ekið verður upp Landsveit að Leirubakka þar sem Heklusetur verður heimsótt. Þaðan verður ekið yfir á Rangárvelli til Keldna þar sem gamli bærinn verður skoðaður.

Þaðan verður ekið um Fjallabaksleið-Syðri að Þríhyrningi og þaðan niður i Fljótshlíð um skógræktina á Tumastöðum og áfram upp Fljótshlíð að Kaffi Langbrók. Þar býður okkar Kjötsúpa. Áfram verður haldið að Hlíðarenda, en þaðan er frábært útsýni yfir héraðið.

Ekið á Hvolsvöll þar sem fræðst verður um Njálu og refillinn skoðaður, ef tækifæri gefst. Eftir það verður ekið í austur til Eyjafjalla, stansað vð Seljalandsfoss ef tími vinnst til. Næsti áfangastaður er Drangshlíð þar sem snæddur verður kvöldverður og gist um nóttina.

Næsta morgun verður ekið til Víkur, Víkurprjón heimsótt og fleira markvert skoðað. Nú er snúið við og ekið til baka að Skógum. Þar verður Byggðasafnið skoðað og þar verður einnig snædd súpa og brauð. Að því loknu verður heim á leið, Væntanleg heimkoma kl. 17,oo miðvikudaginn 26. Ágúst.

Áætlaður kostnaður:   kr 25.000   af þeirri upphæð greiðast kr 12.000 við brottför.

Gisting greiðist á staðnum.

Skráning og upplýsingar: Guðbrandur s. 567 5417, Sigurjón s. 483 4875

 

 

 

Tilkynning frá stjórn FEBH

Á stjórnarfundi FEBH 8. júlí s.l. tilkynnti Hrafnhildur Björnsdóttir formaður að vegna veikinda sinna treysti hún sér ekki til að gegna formennsku lengur og segði sig frá því og einnig stjórnarsetu.

Við tekur varaformaður Kristín Dagbjartsdóttir fram að næsta aðalfundi.

Við þökkum Hrafnhildi samstarfið og óskum henni góðs bata.

Stjórnin

Strandarbikarinn 2015

Strandarbikarsmótið var haldið 15. júlí í ágætisveðri. Bikarhafi næsta ár er Einar Benediktsson. Verðlaun, er Hoflandsetrið gaf hlutu Ásgeir Björgvinsson, sem fór holurnar 36 á 83 höggum og Guðjón Loftsson sem skoraði 78. Verðlaunahafar og þátttakendur:
P1050611 P1050616

Sumarferð

Félag eldri borgara í Hveragerði hyggst efna til ferðar um neðanverðan Flóa þann 14. júlí n.k., ef næg þátttaka fæst. Lagt verður af stað kl 13.oo. Heimsótt verður hagleiksfólk að Forsæti, rjómabúið á Baugstöðum heimsótt og sjávarþorpin við ströndina skoðuð undir leiðsögn Siggeirs Ingólfssonar. Verð kr. 3000,- á mann.

Þátttaka tilkynnist til Guðbrandar í síma 567-5417 eða Sigurjóns í síma 483-4875.

Síðasti bókmenntatíminn á þessu vori er 18. maí.

Næst  komum við saman 18. maí, en það er síðasti mánudagurinn sem við mætum í Bókmenntir á þessu vori.

Pútthópurinn

Greinargerð um úrslit vormótaraðarinnar ásamt mynd af þátttakendum er komin á púttsíðuna.

Við erum sem sagt hætt í Hamarshöllinni þetta vorið, en stefnum að því að fara austur að Strönd og pútta á útivellinum þar einhvern tíma í sumar, sennilega í júlí.

Þá er rétt að hvetja félagana til að setja stefnu á landsmót FÁÍA í pútti, sem verður í Mosfellsbæ 21. ágúst.

Auk þess verður vafalaust keppt í pútti á landsmóti 50+, sem í ár verður á Húsavík dagana 20. – 22. júní.

Unaðsdagar í Stykkishólmi

Félag eldriborgara í Hveragerði efnir til hópferðar á Unaðsdaga í Stykkishólmi dagana 4. – 8. maí næstkomandi.

Lagt verður af stað frá Þorlákssetri kl. 13.oo mánudaginn 4. maí. Áætlaður komutími til baka er síðdegis föstudaginn 8. maí.

Verð fyrir dvölina í Stykkishólmi er kr. 39.900,- á mann, sem greitt verður á hótelinu, miðað við tvo í herbergi. Að auki þarf að greiða kr. 8.000,- á mann fyrir fargjald o.þ.h., sem innheimt verður í rútunni.

Enn eru nokkur sæti laus. Hvetjum við eldri borgara til að grípa þetta tækifæri til að njóta þægilegra daga eftir erfiðan vetur. Skrá þarf þátttöku fyrir 29. Apríl.

Upplýsingar og pantanir eru hjá Hrafnhildi í s. 557-1081/849-3312, eða Sigurjóni í s. 483-4875/899-9875.