Fimmtudagsmorgnar í nóvember.

DAGSKRÁ FIMMTUDAGSMORGNA Í NÓVEMBER

Í ÞORLÁKSSETRI KL: 10 – 12.

5.nóv:             Hjörtur Þórarinsson kemur og kynnir FÁÍA.

12.nóv:           Sigurður Blöndal  

19.nóv:             Haukur Ingibergsson form.LEB

26.nóv:             Karlar segja frá: Unnar Stefánsson

Til kórfélaga í Hverafuglum

 Nú er búið að breyta og taka til í sönglaga-gagnagrunninum.

Þeir sem ekki hafa notað raddskrárnar fyrr fara inn á forsíðu heimasíðunnar <hvera.net> og fara með bendilinn yfir Hópar & nefndir og þá kemur nafnið Hverafuglar í ljós. Þá fer maður með bendilinn yfir Hverafuglar og ýtir á Sönglög Hverafugla til hægri. Þá erum við komin inn í gagnagrunninn og getum valið það lag sem við viljum.

Breytingin er í því fólgin að við skrifum inn 3-5 bókstafi af nafni lags sem við ætlum að æfa og svo er ýtt á leitar-hnappinn og koma þá allar raddskárnar fram í því lagi

Nýjustu lögin eru öll komin inn og jólalögin sem við höfum æft undanfarin ár.

Með kveðju – Svanur Jóhannesson

Stólaleikfimi í Þorlákssetri

Stólaleikfimi verður í Þorlákssetri einu sinni í viku 40 mín í senn.

Byrjar mánudaginn 1. október kl. 16:15.

Leiðbeinandi: Sólveig Andrésdóttir sjúkraþjálfari.

Stefna félagsins er að þátttakendur greiða helming launa leiðbeinanda. Í þessu tilfelli er ½ gjald kr. 250 pr. skipti miðað við uppsett verð, sem er kr. 500 pr. skipti.

Skráning þátttakenda er í Þorlákssetri.

Fréttir frá stjórn FEBH

Aðstoð við lestur

Félag eldri borgara í Hveragerði og Rauða kross deild Hveragerðis hafa tekið höndum saman um að finna sjálfboðaliða, fyrir verkefnið að hjálpa börnum af erlendum uppruna með lestur. Sem verður vonandi að veruleika. Þetta kemur vel að verkefninu Þjóðarsátt um læsi. Formaður FEBH Kristín Dagbjartsdóttir og formaður Rauða kross deildar Hveragerðis Helgi Kristmundsson hafa fundað með Bæjarstjóra Hveragerðis Aldísi Hafsteinsdóttur og kynnt áhuga okkar á þessu verkefni, og afhentum upplýsingar og bréf. Fengum mjög jákvæðar móttökur og verður málið sent til skólanefndar sem fundar í viku 40. Bæjarstjóri lýsti áhuga sínum á að mæta þegar Haraldur Finnsson kemur í Þorlákssetur og taka skólastjórann með sér.                                                                        

Verkefnið verður skipulagt og stýrt af stjórnendum Grunnskólans og bæjaryfirvöldum í Hveragerði. Sjálfboðaliðar koma frá FEBH og Rauða krossinum. Hvernig staðið er að verkefninu Heilahristingur í Grafarvogi er til fyrirmyndar og eftirbreytni.

Kynning fimmtudagsmorguninn 22. október kl. 10-12:00. Þá kemur Haraldur Finnsson fyrrv. skólastjóri og kynnir hvernig verkefnið Heilahristingur varð til og hvernig það er framkvæmt af eldri borgurum Korpúlfar í Grafarvogi og sjálfboðaliðum Rauða krossins, að leiðbeina grunnskólanemendum af erlendum uppruna með lestur.

F.h. stjórnar Kristín Dagbjartsdóttir form.

Munið heimsókn í Listasafnið 24. sept.

Við förum í Listasafn Árnesinga kl. 11 (ath. breyttan tíma). Inga Jónsdóttir safnstjóri tekur á móti okkur og leiðir okkur um sýninguna Gullkistan.

Fimmtudagsmorgnar í október

                                                                                                                                                                  Dagskrá fimmtudagsmorgna í október kl. 10-12 í Þorlákssetri

  1. 1. október. Ellisif Björnsdóttir, heyrnarfræðingur, kynnir heyrnatæki og allar nýjungar tengdar þeim og svarar spurningum.                                (Ath. flensusprauta sama dag kl. 10- 12)
  2. 8. október. Konur segja frá: Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur, les og segir frá eins og henni er einni lagið.
  3. 15. október. Gréta Berg, listakona deilir með okkur sínum áhugamálum sem spennandi verður að hlusta á.
  4. 22. október. Haraldur Finnsson, fyrrv. skólastjóri, kynnir fyrir okkur verkefnið, Heilahristingur, þar sem sjálfboðaliðar, eldri borgarar og Rauða kross félagar, aðstoða grunnskólanemendur sem eru af erlendum uppruna með lestur.                Mjög áhugavert.
  5. 29. október. Karlar segja frá: Að þessu sinni Bjarni Harðarson, rithöfundur og bóksali.

Uppl. um greiðslur v/þátttöku í félagsstarfi.

Félag eldri borgara í Hveragerði.
Bankalína 0314 26 52 691189-1049
Varðar greiðslur til félagsins og fleira.
Allar greiðslur til félagsins á að leggja inn á reikning nr 52 í Aríon banka.
og auðkenna hvað verið er að greiða í “ skýringu“ Ekki þarf að skila kvittun eða
annarri greinargerð um greiðslu til gjaldkera ef skýringar segja nóg.
Skýringar : Árgjald – Kórgj -.Sundf.- Útsk.- Línud, – Handav – Orgelsj – Þorrabl –
Árshtíð – Leikhús – Ferð   og fleira ef til fellur.
Nýjir félagar greiði árgjald árið sem þeir ganga í félagið, árgjald 2015 er kr. 3.000.-
Þátttaka í félagsstarfi er fyrir skráða félaga.
Árgjald 2016 er kr. 3.500.- gjalddagi er 1. jan 2016. Vinsamlega greiðið ekki á þessi ári.
Ef greitt er fyrir 1. marz 2016 inn á reikning 52 verður ekki sendur út greiðsluseðill.
Greiðsluseðlar vegna ógreiddra árgjalda 2016 verða sendir út   með tilheyrandi
kostnaði 1. marz 2016
Þátttökugjald í sundleikfimi er kr. 3.500.- á haustönn 2015
Þátttökugjald, í Hverafuglum, kór eldri borgara er kr. 5000.- fyrir haustönnina
Markmið er að kórgjöldin mæti helmingi launa   söngstjórans
Þátttökugkald í útskurðinum er kr. 5.000.- fyrir haustönnina.
Þátttökugjald í línudansi er 2.500.- á haustönnina.
Varðandi önnur námsskeið er stefnan að þátttakendiur greiði helming launa
leiðbeinanda og efni eftir þörfum.
Skorað er þá sem starfa í gjaldskyldum hópum að greiða þátttökugjöldin,
Jafnframt er vakin athygli á orgelsjóðnum sbr.hér að   neðan.
Frjáls framlög til orgelsjóðs v. orgels Þorláks Kolbeinssonar á Þurá eru
eru í dag kr. 217.000.- Heildarkostnaður við að gera upp orgelið
varð 430.000.- kr samkvæmt samkomulagi við Björgvin Tómasson orgelsmið.
Björgvin hefur gert orgelið spilhæft. Framlög til orgelsins eru enn vel þegin
Hveragerði 21.9.2015
Egill Gústafsson
gjaldkeri Félags eldri borgara í Hveragerði.

Inflúensusprauta í Þorlákssetri.

Eins og undanfarin ár býðst eldri borgurum inflúensusprauta sér að kostnaðarlausu.            

Unnur Þormóðsdóttir hjúkrunarfr. kemur  fimmtudaginn 1. október kl. 10-12:00 og sprautar þá sem vilja. 

Kveðja stjórnin.

Pútt

Púttið byrjar föstudaginn 18. september
kl 10:00 í Hamarshöllinni.
Helga Haraldsdóttir, leiðbeinir.
Þarf ekki að skrá sig, bara mæta.

Fimmtudagsmorgnar í sept. 2015

17. sept.: Konur segja frá, að þessu sinni Björk Pétursdóttir.

24. sept.: Listasafnið heimsótt, sýningin Gullkistan skoðuð
með leiðsögn Ingu Jónsdóttur forstöðumanns safnsins.
Mæta í safnið kl. 11:00.