Stólaleikfimi

Fólk hefur verið að spyrja eftir stólaleikfimi.

Loreley Sigurjónsdóttir, einkaþjálfari býður 10 vikna námskeið í húsnæði sínu að Austurmörk 18 Hveragerði.

Einu sinni í viku, 30 mín í senn, á fimmtudögum kl 13:00

Byrjar fimmtudaginn 18. febrúar kl 13:00.

Verð kr 5000, greiðist við innritun.

Fjöldi miðast við 12-15 manns.

Þátttökulisti liggur frammi í Þorlákssetri.

Góugleði og vorfagnaður á Selfossi

FEB Selfoss býður til GÓUGLEÐI og VORFAGNAÐAR í Hótel Selfoss fimmtudaginn 4. febr. kl. 14.00 – 16.00.

Hjördís Geirs og Hafmeyjarnar

Kaffihlaðborð verð kr. 1800

Rútuferð frá Þorlákssetri kl. 13:00. Frá Hótel Selfossi kl. 16:00.

Verð fram og til baka kr. 750 á mann.

Samvinna hefur verið á milli FEB Selfossi og FEB Hveragerði um að halda Vorfagnaði til skiptist á milli ára.

2014 fór FEBH á Selfoss.

2015 var Vorfagnaður á Hótel Örk og fjömenntu Selfyssingar til okkar.

2016 bjóða þeir til sín á Hótel Selfoss, auðvitað fjölmennum við á þeirra Vorfagnað, endilega skrá sig í Þorlákssetri eða hjá formanni (s. 557-4884)í síðasta lagi fimmtudaginn 21. jan.

Til að sem flestir komist með er Rútuferð á mjög vægu verði.

Stjórnin

 

 

 

Frá gjaldkera um greiðslur á nýju ári

Varðar þátttökugjöld í félagsstarfi á vorönn 2016

og félagsgjald fyrir árið 2016.

Félagsgjald fyrir árið 2016 er kr. 3.500.- Þeir sem greiða árgjaldið fyrir 1. marz n.k. fá ekki greiðsluseðil. Aðrir fá greiðsluseðil með tilheyrandi kostnaði.

 

Ætlast er til þess að þeir sem sækja afþreyingu í félagsstarfið, séu skráðir félagar og greiði árgjald.

Sundleikfimi á Heilsustofnun NLFÍ.  Þátttökugjald kr. 3.500-

Línudans í umsjá Harðar Stefánssonar í Þorlákssetri. Þáttökugjald kr. 2500.-

Útskurður í tré í umsjá Valdemars Ingvasonar í Smíðastofu Grunnskólans.  Þátttökugjald kr. 5000.-

Hverafuglar söngæfingar í Þorlákssetri kr. 5.000.- Með fyrirvara um fjölda kórfélaga. (Kórfélagar gr. 50% af launum söngstjórans)

Verði námsskeið, ferðalög eða aðrar gjaldskyldar uppákomur á vegum félagsins, verða þátttökugjöld auglýst samhliða annarri kynningu.

Þátttökugjöldin óskast greidd inn á reikning Félags eldri borgara í KB banka fyrir 10. febr. 2016. Verði þátttökugjöldin ekki greidd, verða sendir út greiðsluseðlar.

Bankalínan er 0314 26 52   kt. 691189-1049. Í skýringu komi fram fyrir hvað verið er að greiða.

11.jan 2016

Fh. stjórnar félags eldri borgara

Egill Gústafsson gjaldkeri.

Fimmtudagar í janúar.

Félag eldri borgara Hveragerði

Dagskrá fimmtudagsmorgna í janúar kl. 10:00 – 12:00

14. jan. Karlar segja frá: Indriði Aðalsteinsson, bóndi, Skjaldfönn.

21. jan. Karlar segja frá: Svanur Jóhannesson, Hvergerðingur.

28. jan. Konur segja frá: Aldís Schram, gestur í Varmahlíðarhúsinu.

Aðalfundur Félags eldriborgara Hveragerði 2016.

Aðalfundur Félags eldriborgara Hveragerði 2016.

 

Samhvæmt samþykktum hefur stjórn félags eldriborgara í Hveragerði skipað uppstillingarnefnd:

Jónu Einarsdóttur, formann, Laufeyju Valdimarsdóttur og Sigurjón Guðbjörnsson.

Aðalfundur hefur verið ákveðinn fimmtudaginn 11.febrúar kl.14.

 

Uppstillinganefnd auglýsir eftir framboðum í eftirtalin stjórnarstörf sem kjósa

ber til á aðalfundinum.

Formann: Starfandi formaður Kristín Dagbjartsdóttir gefur ekki kost á sér í það embætti.

Í aðalstjórn hafa lokið kjörtímabili:

Guðlaug Birgisdóttir,                   Gefur ekki kost á endurkjöri.

Hrafnhildur Jóhannsdóttir,         Gefur ekki kost á endurkjöri.

Í varastjórn hefur lokið kjörtímabili:

Helgi Kristmundsson,                   Gefur kost á endurkjöri.

Skoðunarmenn reikninga:    Kosnir eru tveir skoðunarmenn ársreikninga árlega á aðalfundi félagsins.

 

Framboðum eða tillögum skal komið til uppstillingarnefndar í síðasta lagi 22.janúar 2016, skriflega eða tölvupósti á netfang formannsinns.

Jónu Einarsdóttur:             jonaein@simnet.is         sími: 483-4315/844-9987

Sigurjón Guðbjörnsson:     grjonig@gmail.com       sími: 483-4875/899-9875

Laufey Valdimarsdóttir:                                               sími: 483-4133/866-2995

 

Uppstillingarnefndin mun síðan birta tillögur sínar tímanlega fyrir aðalfund , ásamt öðrum tillögum sem berast, á auglýsingatöflu félagsins í Þorlákssetri.

 

Hveragerði 8. Janúar 2016.

Uppstillingarnefnd.

Vatnsleikfimin byrjar 20. jan.

Þar sem kennarinn okkar er erlendis, byrjar vatnsleikfimin ekki fyrr en 20. jan., en okkur er heimilt að fara í laugina og pottana á okkar venjulega tíma.

Fimmtudagsmorgunn 10. des.

Fimmtudaginn 10. desember kl. 11:00 verður farið í Listasafnið og skoðuð sýningin Mörk með leiðsögn Ingu Jónsdóttur forstöðumann safnsins.
Hittumst í safninu tímanlega. Kveðja stjórnin

Jólafundur FEBH

Jólafundur félagsins verður haldinn á Hótel Örk mánudaginn 14. des. kl. 14.00.

Skemmtidagskrá.

Kaffihlaðborð kr. 1800 fyrir manninn, sem greiðist við innganginn.

Skráningarlisti er í Þorlákssetri.

Afgreiðsla bæjarráðs á hugmyndum FEBH og Rauða krossins um aðkomu að „Þjóðarsátt um læsi“.

Hveragerði 01.10.2015

Á fundi bæjarráðs Hveragerðirbæjar, sem haldinn var í dag, var eftirfarandi tekið til umfjöllunar.

Í minnisblaðinu er gerð grein fyrir hugmyndum sem Félag eldri borgara í Hveragerði og Rauða kross deild Hveragerðis hafa kynnt um mögulega aðkomu meðlima félaganna að aðstoð við börn með lestrarörðuleika með áherslu á börn af erlendum uppruna í Grunnskóla Hveragerðis. Telja forsvarsmenn félaganna að með þessu móti geti aðilar í félögunum lagt sitt af mörkum við innleiðingu Þjóðarsáttmála um læsi sem undirritaður var nýlega.

Eftirfarandi var fært til bókar.

„Bæjarráð fagnar frumkvæði félaganna og telur að verkefni sem þetta geti orðið börnum bæjarins mikil lyftistöng. Hugmyndin hefur þegar verið kynnt í Fræðslunefnd sem tók jákvætt í erindið.

„Bæjarráð samþykkir að fela skólastjórnendum að vinna að skipulagi verkefnisins í samvinnu við Félag eldri borgara og Hveragerðisdeild Rauða krossins.“

Þetta tilkynnist hér með.                                                                                                                   Virðingafyllst.   f.h. Hveragerðisbæjar.                                                                                                     Hanna Lovísa Olsen, þjónustufulltrúi

Brunastigi – fyrsta skóflustunga

Framkvæmdir hófust í 44. viku 2015 við brunastiga úr salnum okkar að Breiðumörk 25b. Gönguhópurinn var að sjálfsögðu viðstaddur til að taka fyrstu skóflustunguna.
Skóflustunga_1