Púttmótið á Strönd 2016
Pútthópurinn heldur sitt árlega útipúttmót á Strandarvelli á Rangárvöllum miðvikudaginn 22. júní, það er að segja næsta miðvikudag!
Verum mætt vel fyrir klukkan 11. Akstur frá Hveragerði tekur rúma þrjá stundarfjórðunga.
Leiknar verða 36 holur. Verðlaun verða frá stuðningsfyrirtækjum mótsins Skeljungi Hveragerði og Kjöti og kúnst. Síðan er auðvitað Strandarbikarinn, alltaf spennandi hver fær að varðveita hann næsta ár.