Púttmótið á Strönd 2016

Pútthópurinn heldur sitt árlega útipúttmót á Strandarvelli á Rangárvöllum miðvikudaginn 22. júní, það er að segja næsta miðvikudag!

Verum mætt vel fyrir klukkan 11. Akstur frá Hveragerði tekur rúma þrjá stundarfjórðunga.

Leiknar verða 36 holur. Verðlaun verða frá stuðningsfyrirtækjum mótsins Skeljungi Hveragerði og Kjöti og kúnst. Síðan er auðvitað Strandarbikarinn,P1050616 alltaf spennandi hver fær að varðveita hann næsta ár.

Fimmtudagsfundur 28.4.2016.

Við fáum hagorðan gest (Kristján Runólfsson) sem verður með skemmtilegheit ásamt hagorðum einstaklingum úr okkar hópi, gaman gaman. ——-    hér eru þrír fyrripartar handa okkur að glíma við og koma með á fundinn .

Árdagsglóðin yljar lund,

eflist þjóð af krafti.

Ekki er mér um tungu tregt,

tala allan daginn.

Það er best að byrja dag

með bæn um góðar tíðir.

Vorgleði FEBH 2016

Vorgleði FEBH 2016

verður haldinn 20. apríl síðasta vetrardag á nýjum veitingastað, Reykjafoss (áður Cafe Rose).

Við óskum Ólafi Reynissyni og frú til hamingju með nýjan glæsilegan veislusal.

Í tilefni opnunar staðarins njótum við félagar í FEBH vildarkjara á veisluföngum.

Við kveðjum vetur og fögnum sumri með góðum mat, lambalæri með öllu og heimalagaður ís í eftirrétt.

Heimatilbúin skemmtiatriði, söngur og dans eins og þrek endist með undirleik Páls Sigurðsonar.

Húsið opnar kl 18:30. Barinn opinn.

Matur kl 19:00

Miðaverð kr 5000 greiðist fyrir 15. apríl inn á reikning nr. 52 í Arion banka, (auðkenni Vorgleð).

Fjölmennum, skráning er í Þorlákssetri eða hjá formanni í síma 862 7501

Kveðja, stjórn FEBH

 

Vorgleði FEBH

 

Vorgleði FEBH 2016.

Halló, halló gott fólk.

Miðvikudaginn 20. apríl n.k. síðasta vetrardag kveðjum við veturinn og gleðjumst saman.

Matur, skemmtun og dans.

Hvar við verðum ræðst af þátttöku.

Áhugasamir taki frá daginn og skrá sig í Þorlákssetri

eða hjá formanni  862 7501

Nánari upplýsingar síðar.

Stjórnin.

Fimmtudagsmorgnar í mars og apríl 2016.

Fimmtud. 3. mars:   Konur segja frá:   Kristbjörg Markúsdóttir

Fimmtud. 10. mars: Gestur fundarins: Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri.

Fimmtud. 17. mars: Áslaug Björt Guðmundardóttir, rithöfundur, gestur í Varmahlíðarhúsinu.

Fimmtud. 31. mars: Karlar segja frá: Gústaf Óskarsson

Fimmtud. 7. apríl: Hugmyndafræði Edenstefnunnar, Steinunn Gísladóttir, bústýra á Bæjarási.

Fimmtud. 14. apríl: Listasafn Árnesinga heimsótt til að sjá sýningarnar Keramík og KvíKví, með leiðsögn Ingu Jónsdóttur, safnstjóra. Mæta kl. 11 í safnið.

Fimmtud. 21. apríl: Sumardagurinn fyrsti (frí, rauður dagur).

Fimmtud. 28. apríl: ?

Leikhúsferð

Halló, halló nú verður farið að sjá gamanleikinn  Brúðkaupið í Félagsheimilinu Aratungu

föstudaginn 12. febrúar kl. 20:00

Rúta frá Þorlákssetri kl. 18:30

Almennt sýningaverð er kr. 2000

fyrir eldri borgara kr. 1700, greiðist við innganginn.

Skráning á listann í Þorlákssetri  eða hjá Sigurjóni sími 483 4875

Aðalfundur FEBH 2016

Aðalfundur Félags eldri borgara í Hveragerði  verður haldinn fimmtudaginn 11. febrúar  kl. 14: 00  í Þorlákssetri.

Dagskrá venjuleg aðalfundarstörf.

Stjórn FEBH

Kóramót Hverafugla

Laugardaginn 30. janúar n.k. kl. 14 verður samsöngur í Hveragerðiskirkju. Þar koma fram 3 eldri borgara kórar: Eldey á Suðurnesju , Tvennir tímar úr uppsveitum Árnessýslu og Hverafuglar í Hveragerði.

Frítt inn og allir hjartanlega velkomnir.

Fimmtudagar í febrúar 2016

Dagskrá fimmtudaga í febrúar hjá FEBH

Fimmtud. 4. febr. kl. 13.00: Rútuferð frá Þorlákssetri á vorfagnað á Hótel Selfossi.

Fimmtud. 11. febr. kl. 14.00: Aðalfundur Félags eldri borgara í Hveragerði.

Fimmtud. 18. febr. kl. 10-12: Karlar segja frá: Garðar Hannesson.

Fimmtud. 25. febr. kl. 10-12: Karlar segja frá: Brandur Gíslason.

 

 

Námskeið í postulínsmálun.

Jónína Valdimarsdóttir Kirkjuferju heldur námskeið í postulínsmálun.

Námskeiðið er 4 kvöld kl. 18:00 – 21:00, haldið í Kirkjuferju.

Námskeiðið byrjar miðvikudaginn 3. febrúar, og næstu miðvikudaga 10. feb.  17. feb. og   24. feb.

Verð kr. 12000, allt innifalið nema gull, luster og brennsla, (misjafnt hvað þátttakendur vilja nota).

Hámark 7 þátttakendur.

Þátttakendur skrái sig á lista í Þorlákssetri.

Jónína hefur verið með námskeið í postulínsmálun í mörg ár og er með námskeið í gangi.

Þátttakendur gætu sameinast í bíla, það er ekki langt að fara, Guðbjörg Jóna ratar.