Frá gjaldkera.

Félag eldri borgara í Hveragerði: Bankalína  0314   26   52   691189-1049.

Varðar greiðslur til félagsins haustönn 2016 – vorönn 2017.                                                                                Allar greiðslur til félagsins á að leggja inn á reikning nr 52 í Aríon banka.og auðkenna hvað verið er að greiða í  “ skýringu“.  Ekki þarf að skila kvittun eða annarri greinargerð um greiðslu til gjaldkera ef skýringar segja nóg. Skýringar t.d.:  Árgjald – Kórgj – Sundf – Útskurð – Línud, – Handav – Orgelsj –  Þorrabl – Árshtíð –  Leikhús  – Jóga – Djúpsl  -Stólafi – Ferð –  og fleira ef til fellur.                                                                                                                             Nýjir félagar greiði árgjald árið sem þeir ganga í félagið, árgjald 2016 er kr. 3.500.-                                                 Þátttaka í félagsstarfi er fyrir skráða félaga.                                                                                                                          Árgjald 2017 er kr. 3.500.- gjalddagi er 1. jan 2017. Vinsamlega greiðið ekki á þessi ári. Ef greitt er fyrir 1. marz 2017  inn á reikning 52 verður ekki sendur út greiðsluseðill. Greiðsluseðlar vegna ógreiddra árgjalda 2017 verða sendir út  með tilheyrandi kostnaði  1. marz 2017.

Þátttökugjald í sundleikfimi er kr. 3.500.- á haustönn 2016.

Þátttökugjald, í Hverafuglum, kór eldri borgara er kr. 5000.- fyrir haustönnina.                                                    Markmið er að kórgjöldin mæti helmingi launa  söngstjórans . Innh. á vorönn 2017 miðast við að ná því.

Þátttökugjald í útskurðinum er kr. 6.000.- fyrir haustönnina.

Þátttökugjald í línudansi er  2.500-kr.  á haustönninni.

Þáttökugjald í stólaleikfimi er kr. 250 fyrir hvert skipti sem fólk mætir. Leiðbeinandinn gerir upp um áramót við félagið sem svo innheimtir hlut þátttakanda hjá hverjum félaga á haustönninni.

Þátttökugjald í djúpslökun er 250,- pr. hvert skipti, sama fyrirkomulag á innheimtu og á stólaleikfiminni.

Varðandi önnur námsskeið er stefnan að þátttakendiur greiði helming launa leiðbeinanda og efni eftir þörfum.

Skorað er þá sem starfa í gjaldskyldum hópum að greiða þátttökugjöldin á haustönninni fyrir 31.10. 2016.

Hveragerði  21.sept. 2016

Egill Gústafsson

gjaldkeri  Félags eldri borgara í Hveragerði.

Miðvikudagar í október.

 

Fræðsla og spjall miðvikudaga kl: 13.oo

  1. okt. Vöfflukaffi og spjall við stjórnarmenn.
  1. okt. Gunnar Þorláksson

                    kynnir „Líf og fjör á spáni“

                     Eins og honum er einum lagið.

  1. okt. Sigurdís Harpa Arnarsdóttir.

                    Gestur í Varmahlíð.

26.okt.      Kvikmyndasýning: 

                   í umsjón Helga Kristmundssonar.

 

Flensusprauta

Unnur Þormóðsdóttir verður í Þorlákssetri með flensusprautu n.k. mánudag 3. okt. kl. 10 og verður þar meðan einhverjir mæta.

Miðvikudagar í Þorlákssetri

Miðvikud. 28. september kl. 13:00 verður sýnd bráðskemmtileg gamanmynd, „Mouse Hunt“.

Miðvikud. 5. október kl. 13:00:  Vöfflukaffi og spjall með stjórn FEBH.

Pútt haustið 2016

Ef veður verður þurrt verður púttað á grasvellinum í Gufudal föstudagana 16. 23. og 30. september.
Byrjum klukkan 10.30.
Pútt í Hamarshöllinni hefst 7. október klukkan 10.
Allir félagar í FEBH velkomnir að reyna sig.

Jóga byrjar í Þorlákssetri.

Jóga  byrjar miðvikudaginn 14. september kl. 17:00-18:00 í Þorlákssetri einu sinni í viku. Teygjur og slökun.   Hentar vel eldra fólki.

Leiðbeinandi er Ellen Scheving Halldórsdóttir, jógakennari hjá Karuna jóga.  Skráning í Þorlákssetri.

Miðvikudagar í sept.

Miðvikudagar í september kl. 13:00 .
7. september: Listasafn Árnesinga heimsótt. Skoðum sýninguna Tímalög með leiðsögn safnstjóra Ingu Jónsdóttur. Mæting í safnið kl. 13:00.

14. september: Örnólfur Árnason er gestur okkar. Hann hefur gert fjölda útvarpsþátta um Suðaustur-Asíu og kynnt sér sögu, menningu og mannlíf á þessum slóðum. Örnólfur kynnir okkur Töfraeyjuna Balí og hversu gott er að dvelja þar.

21. september: Ólafur Beinteinn Ólafsson rithöfundur, sem er gestur í Varmahlíðarhúsi, verður með erindi og kryddar komu sína með harmónikkuleik og hópsöng.

28. september verður bíósýning kl 13:00. Sýnd verður kvikmyndin????? Sýningarstjóri Helgi Kristmundsson.

0 svör

Skildu eftir svar

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Haustfundur FEBH

Haustfundur FEBH 2016 verður haldinn fimmtudaginn 1. september kl. 14. í Þorlákssetri.

Á haustfundinum eru almenn fundarstörf, m.a. kynning á dagskrá vetrarins og glæsilegt kaffihlaðborð á kr. 1000.

Hægt að skrá sig á fundinum á þá viðburði sem eru í boði, þeir sem komast ekki á fundinn geta hringt í einhvern stjórnarmanna og fengið nánari upplýsingar. Stjórnarmenn taka líka við skráningu nýrra félaga.

Gísli Garðarsson form. gisgar@talnet.is 862 7501 / 483 4707
Egill Gústafsson gjaldkeri egillgust@simnet.is 892 7790 Guðmundur K Þorbjörnsson varaform. saeunnfg@gmail.com 568 6589 /788 0259
Jónína Haraldsdóttir ritari. joninah1948@gmail.com 866 4398 Kristín Dagbjartsdóttir meðstj. jkd@simnet.is 860 3884 / 557 4884
Helga Baldursdóttir varam. helgabald@simnet.is 483 4256 / 8493830
Helgi Kristmundsson varam. motoristioo7@gmail.com 694 7293

Færsla fimmtudagsfundanna

Ath.: Dagskrárliðurinn „Fræðsla og spjall“ verður í vetur á miðvikudögum kl. 13:00.

Miðvikudagar í september kl. 13:00 .
7. september: Listasafn Árnesinga heimsótt. Skoðum sýninguna Tímalög með leiðsögn safnstjóra Ingu Jónsdóttur. Mæting í safnið kl. 13:00.

14. september: Örnólfur Árnason er gestur okkar. Hann hefur gert fjölda útvarpsþátta um Suðaustur-Asíu og kynnt sér sögu, menningu og mannlíf á þessum slóðum. Örnólfur kynnir okkur Töfraeyjuna Balí og hversu gott er að dvelja þar.

21. september: Ólafur Beinteinn Ólafsson rithöfundur, sem er gestur í Varmahlíðarhúsi, verður með erindi og kryddar komu sína með harmónikkuleik og hópsöng.

28. september verður bíósýning kl 13:00. Sýnd verður kvikmyndin????? Sýningarstjóri Helgi Kristmundsson.

Blómstrandi dagar í Þorlákssetri 2016

Blómstrandi dagar í Þorlákssetri  12. – 14. ágúst  2016

Sýning á tréskurði og öðrum munum gerðum af félagsmönnum.

Tréskurður er meðal þess sem er í boði hjá FEBH til skemmtunar og afþreyingar fyrir félagsmenn. Valdimar Ingvason húsasmíðameistari hefur kennt tréskurð á vegum félagsins síðast liðna  10 vetur. Valdimar lærði tréskurð hjá Hannesi Flosasyni og á sjálfur nokkur verk á sýningunni. Sýningin verður opnuð föstudaginn 12. ágúst, kl. 14:00 og verður opin til kl. 17:00. Laugardaginn 13. ágúst og  sunnudaginn 14. ágúst  verður opið frá kl. 13:00 til kl. 17:00.

Stjórn FEBH hefur kaffi á könnunni og lítilræði með, fyrir gesti.