Naktir í náttúrunni hjá Leikfélagi Hveragerðis.

Naktir í náttúrunni.

Föstudaginn 27. janúar frumsýnir Leikfélag Hveragerðis leikritið Naktir í náttúrunni sem byggt er á kvikmyndinni „ The full monty.“  Jón Gunnar Þórðarson leikstjóri hefur samið leikgerðina og staðfært hana að Hveragerði og nágrenni. Geta má þess að Leikfélag Hveragerðis er 70 ára á þessu ári og hafa verið settar upp sýningar öll árin, ein eða fleiri.  Meðal annarra  fléttast inn í þetta Eden og Tívolíið sáluga, Kjörís, Heilsustofnun, Hótel Örk  svo eitthvað sé nefnt, einnig kjararáð og búvörusamningar og fleira.  Leikritið segir frá nokkrum garðyrkjumönnum og fleirum sem ákveða að auka tekjurnar með því að koma fram og sýna dans í þeim anda, sem myndin sem fylgir fréttinni  sýnir.  Sérstaklega bera þeir hag félaga síns fyrir brjósti   þar sem hann er atvinnulaus  og á það á hættu að missa samband við son sinn borgi hann ekki meðlagið. Leikarar eru 18 talsins og þar á meðal  all nokkrir sem ekki hafa leikið með Leikfélagi Hveragerðis áður.

FEBH  hefur ákveðið að efna til hópferðar á leikritið „Naktir í náttúrunni“                    

miðvikudagskvöldið  1. febrúar kl 20:00.                                                                         

Miðaverð fyrir hópa 10 eða fleiri kr 2500 og greiðist við innganginn.                            

Þeir sem vilja nýta sér afsláttinn skrifi sig á listann í Þorlákssetri.

 

Minnum á Þorrablótið

 

Kæru félagar

Minnum á þorrablót FEBH 2017 n.k. fimmtud. 26. janúar  í Reykjafossi, Austurmörk 4

Húsið opnar kl. 19:00.

Þorramatur af bestu gerð, lambalæri með brúnuðum og alles.

Söngur, grín og gaman.     Páll Sigurðarson spilar undir söng og dansi.

Verð aðeins kr.  5500.         Greiðist á reikning nr 52 í Arion banka, merkt:  Blót.

Fólk kemur með eigin drykki hvort sem er á flösku eða pela.

Þátttökulisti liggur frammi í Þorlákssetri.

Fyrir hönd stjórnar.  Gísli Garðarson, form.  sími  862 7501

Þorrablót FEBH 2017

Þorrablót FEBH verður haldið fimmtudaginn 26. janúar 2017 kl. 19.30 í Reykjafossi, Austurmörk 4.
Húsið opnar kl. 19.00
Verð kr. 5.500
Fólk komi með eigin drykki.
Þátttökulisti liggur frammi í Þorlákssetri.
Einnig má hafa samband við Gísla Garðarsson, formann í síma 862-7501 –
FYRIR 20. JAN.

Miðvikudagar í jan.

Kæru félagar í FEBH
Gleðilegt nýtt skemmtilegt ár, vonumst til að sjá sem flesta á nýju ári.
Dagskráin í Þorlákssetri á miðvikudögum í janúar kl 13:00.
11. janúar. Gestur: Þórunn Jarla Valdimarsdóttir rithöfundur miðlar okkur úr safni sínu fróðleik og skemmtun.
18 janúar. Gestur Bjarni Harðarson Bóksali og rithöfundur, skemmtilegur að vanda.
25. janúar. Gestur: Ljóðasetur Hveragerðis, með dagskrá, kveðskapur og fl.

Með bestu kveðju
Fræðslunefnd FEBH Kristín Dagbjartsdóttir og Guðlaug Birgisdóttir.

Miðvikudagur 30. nóv. breyting

Kvikmyndasýning fellur niður miðvikudaginn 30. nóv. Gestur dagsins verður Kolbrún Stefánsdóttir, sem kynnir starfsemi Heyrnarhjálpar.

Jólafundur FEBH

Jólafundur FEBH verður haldinn í Skyrgerðinni (gamla þinghúsinu) fimmtudaginn 15. des. n.k. og hefst kl. 13.00.

Skemmtidagskrá og kaffihlaðborð á kr. 2.490.- fyrir manninn.

Ljósmyndasýning Bjössa á Bláfelli

Sigurbjörn Bjarnason verður með ljósmyndasýningu í Þorlákssetri fimmtudagskvöldið 24. nóv. n.k. kl. 20.

Miðvikudagar í nóv.

Fræðsla og spjall í nóv. – miðvikudaga kl. 13.oo

2. nóv. Vöfflukaffi og spjall við stjórnarmenn.

9. nóv. Bjarni Harðarson – gestur dagsins.

16. nóv. Fulltrúi frá brunavörnum kynnir
Brunavarnir í heimahúsum.

23. nóv. Haukur Ingibergsson form. Lands-
sambands eldriborgara – gestur dagsins.

30. nóv. Kvikmyndasýning:
í umsjón Helga Kristmundssonar.

Er þakrennan stífluð?

Félagar í FEBH fá afslátt af rennuhreinsun (gegn framvísun félagsskírteina). Verðið er kr. 4.000 á íbúð. Hringið í síma 780 3032.

Reykjavíkurferð

REYKJAVÍKURFERÐ

Mánudaginn 7. nóvember n.k. er fyrirhuguð dagsferð um Reykjavíkursvæðið.  Lagt verður af stað kl. 12.30 og ekið til Bessastaða og staðurinn skoðaður undir leiðsögn.  Þaðan verður ekið í Grafarvog í Reykjavík og Korpúlfarnir (félag eldriborgara í Grafarvogi) sóttir heim. Að endingu verður snæddur kvöldverður í Norræna húsinu hjá Sveini Kjartanssyni, sem er uppalinn í Hveragerði eins og flestir vita. Áætluð heimkoma  kl. 20 – 21.  Samtals verð (matur og rúta)  kr. 5500. Greiðist inn á reikn. félagsins, nr. 52 í Arionbanka.

Skráningarblað í Þorlákssetri.