Naktir í náttúrunni hjá Leikfélagi Hveragerðis.
Naktir í náttúrunni.
Föstudaginn 27. janúar frumsýnir Leikfélag Hveragerðis leikritið Naktir í náttúrunni sem byggt er á kvikmyndinni „ The full monty.“ Jón Gunnar Þórðarson leikstjóri hefur samið leikgerðina og staðfært hana að Hveragerði og nágrenni. Geta má þess að Leikfélag Hveragerðis er 70 ára á þessu ári og hafa verið settar upp sýningar öll árin, ein eða fleiri. Meðal annarra fléttast inn í þetta Eden og Tívolíið sáluga, Kjörís, Heilsustofnun, Hótel Örk svo eitthvað sé nefnt, einnig kjararáð og búvörusamningar og fleira. Leikritið segir frá nokkrum garðyrkjumönnum og fleirum sem ákveða að auka tekjurnar með því að koma fram og sýna dans í þeim anda, sem myndin sem fylgir fréttinni sýnir. Sérstaklega bera þeir hag félaga síns fyrir brjósti þar sem hann er atvinnulaus og á það á hættu að missa samband við son sinn borgi hann ekki meðlagið. Leikarar eru 18 talsins og þar á meðal all nokkrir sem ekki hafa leikið með Leikfélagi Hveragerðis áður.
FEBH hefur ákveðið að efna til hópferðar á leikritið „Naktir í náttúrunni“
miðvikudagskvöldið 1. febrúar kl 20:00.
Miðaverð fyrir hópa 10 eða fleiri kr 2500 og greiðist við innganginn.
Þeir sem vilja nýta sér afsláttinn skrifi sig á listann í Þorlákssetri.