Leikhúsferð
Henný Eldey Vilhjálmsdóttir (Elly Vilhjálms söngkona) fæddist í Merkinesi í Höfnum 28. desember 1935. Elly var ein dáðasta dægurlagasöngkona Íslands og minningin um þessa ástsælu söngkonu lifir áfram.
Leikhópurinn Vesturport í samstarfi við Borgarleikhúsið setur á svið splunkunýtt leikrit með söngvum um þessa dáðu söngkonu undir stjórn Gísla Arnar Garðarssonar. Úrvalslið leikara og tónlistarmanna tekur þátt í sýningunni.
FEBH félagar ætla að fjölmenna 14. maí. n.k kl. 20:00 í Borgarleikhúsið og sjá „Elly“. Miðaverð er kr 5800 og rútuferð kr 2200. Rútan fer frá Þorlákssetri kl 18:30. Hvorutveggja greiðist í Arionbanka reikn. nr. 52 merkt „Elly“.
Miðana þarf að greiða fyrir 10 apríl n.k. (leikhúsið geymir miðana ekki lengur).
Panta má miða hjá Leikhúsnefnd Kristínu Egilsdóttur sími 896 3436.
Ekki draga það að skrá sig. Þetta er dásamleg sýning. Þátttökulisti í Þorlákssetri.