Frá gjaldkera varðandi greiðslu félgsgjalda til FEBH
Vakin er athygli á að þeir félagsmenn FEBH, sem greiða árgjaldið fyrir 1. mars, spara sér að fá senda innheimtuseðla með tilheyrandi kostnaði.
Vakin er athygli á að þeir félagsmenn FEBH, sem greiða árgjaldið fyrir 1. mars, spara sér að fá senda innheimtuseðla með tilheyrandi kostnaði.
Vakin er athygli á að leikfimitíminn hefur verið styttur í 30 mín., en fólki er velkomið að koma fyrr og fara í pottana. Til að þjálfunartíminn nýtist sem best, er æskilegt að allir séu komnir tímanlega og tilbúnir í lauginni þegar tíminn á að hefjast.
Aðalfundur Félags eldri borgara í Hveragerði verður haldinn fimmtudaginn 15. febrúar kl. 14: 00 í Þorlákssetri.
Fundaefni:
Skýrsla stjórnar
Skýrsla gjaldkera
Kosning stjórnar og skoðunarmenn reikninga
Önnur mál
Kaffihlaðborð kr. 1.000.-
Stjórn FEBH
Leikdeild Ungmennafélags Biskupstungna kynnir leikritið „Sálir Jónanna ganga aftur“ Hugleiksverk, gamanleikrit um örlög Jónanna.
Áætlað er að FEBH fari laugardaginn 10. febrúar að sjá þetta verk.
Sýningartími er kl. 20.00 og sýnt er í Aratungu
Verð er kr. 2.000.-
Verð í rútu kr. 1.500.- Samtals kr. 3.500.- pr. mann
Farið verður frá Þorlákssetri en tímasetning kemur síðar
Listi liggur frammi í Þorlákssetri einnig má hafa samband við
Kristín Egilsdóttir sími 896 3436
Steinunn Þórarinsdóttir sími 868 6543
Sigurður Magnússon sími 822 4211
Nú er komið að gjaldaga á eftirtöldum gjöldum:
Árgjald kr. 4.000.- (fyrir árið 2018)
Línudans kr. 3.000.- (önnin)
Stólaleikfimi kr. 2.500.- (önnin)
Sundleikfimi kr. 3.500.- (önnin)
Útskurður kr. 6.000.- (önnin)
Hverafuglar kór kr. 5.000.- (önnin)
Miðvikudaginn 31. janúar 2018 kl. 13.00
Heiðar Jónsson og Jenný Ólafsdóttir frá Úrval Útsýn kynna sólarlandaferðir 60+ til Benidorm, Almeria og Tenerife.
Miðvikudaginn 7. febrúar 2018 kl.13.00
Njörður Sigurðsson: „Ekkert annað í farvatninu en að drepa“ frásögn af tilraun bresks togara til að sigla niður trillubát frá Patreksfirði sumarið 1959.
Miðvikudaginn 14. febrúar 2018 kl. 13.00
Jóna Einarsdóttir: Ferðasaga.
Kaffi og meðlæti alla dagana
Þorrablót FEBH verður haldið í Reykjafossi Austurmörk 2 v/Breiðumörk miðvikudaginn 24. janúar n.k. kl. 19.00. Verð kr. 6.000.- pr. mann. sem má greiða í Arion banka eða heimabanka reiknnnr. 0314-26-52 kt. 691189-1049 merkt þorri.
Á matseðli:
Hefðbundinn þorramatur, heit lambasteik, heitt saltkjöt ásamt meðlæti.
Dagskrá:
Kórsöngur, þorrakvæði, minni karla og kvenna o.fl.
Hafa má með sér eigin drykki að heiman.“
Áætlað er að halda þorrablót FEBH í Reykjafossi Austurmörk 2 v/Breiðumörk miðvikudaginn 24. janúar 2018 og hefst borðhald kl. 19.00.
Verð pr. mann er kr. 6.000.- Einnig má hafa með sér sína eigin drykki.
Þeir sem hafa áhuga, vinsamlega skrifi sig á lista sem liggur í Þorlákssetri fyrir 22. janúar eða hafi samband við Jónínu Haraldsd. í síma 866 4398
„Hinn árlegi jólafundur FEBH verður haldinn að Hótel Örk miðvikudaginn 13. desember 2017 kl. 14.00.
Dagskrá:
Sr. Jón Ragnarsson flytur hugvekju
„Hverafuglar“ kór eldri borgara FEBH flytur nokkur lög undir stjórn Örlygs Atla Guðmundssonar
Jólakveðja úr grunnskólanum
Úrslitakeppni í spurningaleiknum, stjórnandi Sigurður Blöndal
Kaffihlaðborð kr. 2.000.-
Hægt er að skrá sig á lista sem liggur frammi í Þorlákssetri en einnig má hafa samband við Formann FEBH Gísla Garðarsson í síma 862 7501 eða Jónínu Haraldsdóttur ritara í síma 866 4398″
Til stendur að fara í leikhúsferð í janúar að sjá forsýninguna „Himnaríki og helvíti“ eftir Jón Kalman Stefánsson í Borgarleikhúsinu. Ekki er komin dagsetning nákvæmlega hvenær það verður, en áætlað að það verði fyrir 11. janúar 2018. Frítt er í leikhúsið, aðeins rúta sem þarf að greiða fyrir. þeir sem áhuga hafa skrifi sig á lista sem er í Þorlákssetri eða hafi samband við:
Kristín Egilsdóttir sími 896 3436
Steinunn Þórarinsdóttir sími 868 6543
Sigurður Magnússon sími 822 4211