Aðalfundarboð
Aðalfundarboð í Félagi eldri borgara Hveragerði
16. febrúar 2024 kl. 15 í Þorlákssetri
Dagskrá:
Skipan fundarstjóra og fundarritara
Skýrsla stjórnar um starfsárið 2023
Ársreikningur 2023
Félagsgjöld 2024
Lagabreytingar
Kosningar:
Kosning eins stjórnarmanns til eins árs
Kosning þriggja stjórnarmanna til tveggja ára
Kosning eins varamanns í stjórn til tveggja ára
Kosning tveggja skoðunarmanna til eins árs og eins til vara
Kosning fulltrúa á ársfund Landssambands eldri borgara.
Fimm stjórnarmenn ganga úr stjórn; Daði Ingimundarson, varaformaður, Sigrún Anna Stefánsdóttir, ritari, Steinunn Aldís Helgadóttir, gjaldkeri, Marta Hauksdóttir, meðstjórnandi og Björn Guðjónsson, varamaður. Því þarf að kjósa, fjóra menn í aðalstjórn og einn í varastjórn. Tillaga uppstillingarnefndar hefur síðan 1.2.24 legið fyrir á heimasíðu félagsins, www.hvera.net og á töflu í Þorlákssetri. Einnig er ársreikning félagsins 2023 þar að finna. Vinsamlegast kynnið ykkur þetta vel fyrir aðalfundinn.
Önnur mál: Kolbrún Tanja Eggertsdóttir og Eygló Huld Jóhannesdóttir kynna verkefni sín hjá Hveragerðisbæ og tengingu við Félag eldri borgara.
Kolbrún Ósk Guðmundsdóttir, starfsmaður Félagsins kynnir sig.
Sigurlín Sveinbjarnardóttir, formaður segir frá nokkrum verkefnum framundan.
Að fundi loknum er öllum boðið í kaffiveitingar í Þorlákssetri.
Stjórn Félags eldri borgara í Hveragerði.