Vatnsleikfimi – nýr tími.
Vatnsleikfimi hefur fengið nýjan tíma á nýju ári og verður framvegis á miðvikudögum kl. 14.45 og hefst aftur þann 9. janúar n.k.
Vatnsleikfimi hefur fengið nýjan tíma á nýju ári og verður framvegis á miðvikudögum kl. 14.45 og hefst aftur þann 9. janúar n.k.
Tilkynning til félagsmanna.
Gísli Garðarsson formaður, verður í veikindaleyfi til áramóta.
Varaformaður Kristín Dagbjartsdóttir sinnir störfum formanns á meðan.
Félag eldri borgara í Hveragerði verður með jólakaffifund fimmtudaginn 13. desember kl. 14.00 að Hótel Örk
Dagskrá:
Kórsöngur, Hverafuglar.
Sr. Gunnar Jóhannesson flytur hugvekju
Tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Árnesinga undir stjórn Margrétar Stefánsdóttur
Einleikur á fiðlu Sólrún Njarðardóttir
Guðbrandur Valdimarsson les jólasögu
Fræðsla og spjall í nóv. og des. 2018
Miðvikudag 14. nóvember, Magnús Hannesson talar um fullveldi Íslands og konungsríki 1918 kl. 13.00 í Þorlákssetri.
Miðvikudag 21. nóvember, Jón Björnsson rithöfundur og fræðimaður fjallar um bók sína „Rassfar í steini“ þar sem hann fer pílagrímsför á slóðir Ólafs Helga hins forna kl. 13.00 í Þorlákssetri.
Miðvikudag 28. nóvember, Spurningakeppnin kl. 13.00 í Þorlákssetri.
Miðvikudag 5. desember , spurningakeppnin kl. 13.00 í Þorlákssetri
Fimmtudag 13. desember, jólafundur á Hótel Örk kl. 14.00 verð kr. 2.100.-
FEBH kynnir, fræðsla og spjall, miðvikudagar í okt. og nóv. 2018
3. október kl. 13:00 Rafhjólaklúbburinn Skjaldbökurnar kynnir starfsemi sína. Boðið er í prufukeyrslu ef veður leyfir.
10. október kl. 13:00 Viktor Sveinsson, segir frá Kambodíu og Angor.
17. október kl. 13:00 Erna Indriðadóttir, kynnir Gráa herinn.
24. október kl. 13:00 Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri segir frá því sem er á döfinni.
31. október kl. 13:00 Spurningakeppni FEBH 2018. Sigurður Blöndal.
7. nóvember kl. 13:00 Hrefna Róbertsdóttir, sagnfræðingur segir frá ferð Landsnefndar konungs um Árnessýslu 1771.
Flensusprauta verður í Þorlákssetri fimmtudaginn 27. sept. kl. 10.00.
Miðvikudaginn 26. september kl 13:00 kemur sr. Gunnar Jóhannesson nýráðinn prestur í Hveragerði í heimsókn í Þorlákssetur til að kynna sig og kynnast okkur.
Fjölmennum og tökum vel á móti sr. Gunnari.
Nú er komið að fyrstu leikhúsferð á þessu hausti
Farið verður í Borgarleikhúsið 19. sept. n.k. að sjá „Dúkkuheimilið 2. hluti“ og hefst sýningin kl. 20.00
Farið verður frá Þorlákssetri kl. 18.45 og kostar í rútuna kr. 2.000.- en frítt er í leikhúsið.
Greiða má í heimabanka 0314-26-52 kt. 691189-1049 eða í Arionbanka merkt leikhúsLeikhúsferð
Áskriftarlisti liggur frammi í Þorlákssetri einnig er hægt að hafa samband við
Kristín Egilsdóttir sími 896 3436
Steinunn Þórarinsdóttir sími 868 6543
Sigurður Magnússon sími 822 4211
Nú eru miðvikudagsfundirnir „Fræðsla og spjall“ að hefjast og er sá fyrsti næsta miðvikudag 12. september n.k. í Þorlákssetri og er súpufundur sem hefst kl. 13.00 en opnað er kl. 12.30 fyrir þá sem vilja koma og fá sér súpu fyrst og er verðið kr. 500.- Svanur Jóhannesson kemur og fer yfir sögu lífeyrissjóðsmála á Íslandi.
Miðvikudaginn 19. september kl. 13.00 hittumst við á Listasafni Árnesinga þar tekur á móti okkur Inga Jónsdóttir sýningarstjóri og kynnir 2 sýningar sem eru á döfinni núna
HALLDÓR EINARSSON Í LJÓSI SAMTÍMANS
og
FRÁ MÓTUN TIL MUNA
Blómstrandi dagar í Þorlákssetri
Opið hús
föstudaginn 17. ágúst kl. 14:00-17:00
laugardaginn 18. ágúst kl. 14:00-17:00.
Kaffi á könnunni, allir velkomnir.