Dagsferð til Reykjavíkur.

 

Dagsferð til Reykjavíkur, föstud. 5. apríl. Farið með rútu frá Þorlákssetri kl 13:00.  Leiðsögn með  Stefáni  Pálssyni  sagnfræðing. Hann fræðir okkur á sinn einstaka og skemmtilega hátt um þær breytingar sem orðið hafa á lífæð borgarinnar. Höfnin og Grandinn 1-1 1/2 klst. Við skoðum Nýja Sjóminjasafnið og fáum  okkur síðan hressingu. Verð aðeins kr 4000. Greiða í Arion banka reikn nr 52. Þátttökulisti í Þorlákssetri skrá sig sem fyrst. Einnig má skrá sig hjá Kristínu 860 3884 og Fjólu 659 5415 sem fyrst. Ferðanefndin.

 

Árshátíð FEBH

Árshátíðin 2019 verður haldin í Skyrgerðinni miðvikud. 27. mars kl. 19:00. Húsið opnar kl. 18:30.

Dagskráin: Tvíréttaður kvöldverður: Lambasteik  með berniesósu og alles. Eftirréttur.   Veislustjórn: Hjörtur Benediktsson, leikari, uppákoma og fjöldasöngur. Sigurðarson leikur á hljómborð fyrir söng og dansi.                     

Þjónustað til borðs. Barinn opinn.                   

Verð aðeins kr. 6000, greiðist í Arion banka  reikn. nr. 52 fyrir 20. mars.  Jafnframt þarf að tilkynna  þátttöku fyrir 20. mars.         

Þátttökulisti liggur frammi í Þorlákssetri. Einnig hægt að skrá sig  hjá Gísla í síma 862 7501.

Fræsla og spjall

Næsti fræðslu- og spjalltími verður miðvikudaginn 6. mars n.k. kl. 13.00 í Þorlákssetri. Jóna Einarsdóttir verður með ferðasögur og öskudagsgleði.

Heitt á könnunni.

Miðvikudaginn 13. mars verður mætt á Listasafn Árnesinga kl. 13.00

Heilsuátak

Hveragerðisbær blæs til gjaldfrís heilsuátaks fyrir eldri borgara Jónína Ben íþróttafræðingur heldur utan um 8 vikna námskeið;  hreyfing, fræðsla, einkaviðtöl, mælingar og hvatning.

Hveragerðisbær og Jónina Ben. hafa gengið til samstarfs í þessu verkefni.

Kynningarfundur verður 22. febrúar kl. 20.00-21.00 í Þorlákssetri 

Aðalfundi FEBH frestað um viku vegna óviðráðanlegra orsaka.

Aðalfundur
Félags eldri borgara í Hveragerði verður haldinn fimmtudaginn 21. febrúar 2019 kl 14: 00 í Þorlákssetri.
Fundarefni:
Skýrsla stjórnar
Skýrsla gjaldkera
Ákveðin árgjöld félaga
Kosning stjórnar og skoðunarmenn reikninga
Önnur mál
Kaffihlaðborð kr. 1.000.-

Stjórn FEBH

Frá Uppstillingarnefnd:

Tilkynning frá uppstillingarnefnd 2019.

 Stjórn FEBH hefur tilkynnt að aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudaginn 14. febrúar kl. 14.00 í Þorlákssetri húsi félagsins.

Uppstillingarnefnd hefur lokið störfum og tilkynnir hér með niðurstöður.

 Kjörtímabili í aðalstjórn hefur lokið Kristín Dagbjartsdóttir og gefur hún kost á endurkjöri.

 Kjörtímabili í aðalstjórn hefur lokið Egill Gústafsson og gefur hann ekki kost á endurkjöri.

 Í aðalstjórn gefur kost á sér Sigurjón Guðbjörnsson.

 Kjörtímabili í varastjórn hefur lokið Helga Baldursdóttir og gefur hún kost á endurkjöri.

 Skoðunarmenn ársreikninga ber að kjósa árlega og eru þeir Garðar Hannesson og Sigurjón Guðbjörnsson og gefa þeir ekki kost á sér.

Jóna Einarsdóttir og Sigurjón Skúlason gefa kost á sér sem skoðunarmenn ársreikninga.

 Hjónin Sigurjón Guðbjörnsson og Guðlaug Birgisdóttir gefa kost á  sér að fara á LEB þing í vor.

Þessar tillögur bárust uppstillingarnefnd fyrir 17. janúar 2019.

 

Hveragerði 25. janúar 2019

Ingibjörg S. Guðjónsdóttir, Sigurjón Guðbjörnsson og Guðbjörg Jóna Sigurðardóttir.

Fréttir af Hverafuglum.

Af Hverafuglum  er það að frétta að Örlygur snýr aftur sem kórstjóri.  Æfingar verða framvegis á mánudögum kl. 17.00 – 19.00.

Fyrsta æfing á nýju ári verður mánudaginn 21. jan. kl. 17.00.

Veikindaleyfi formanns framlengt.

Gísli Garðarsson formaður FEBH verður áfram í veikindaleyfi út janúar.  Varaformaður Kristín Dagbjartsdóttir sinnir störfum formanns á meðan.  Vinsamlega snúið ykkur til hennar ef einhverjar spurningar vakna.

 

Vatnsleikfimi – nýr tími.

Vatnsleikfimi hefur fengið nýjan tíma á nýju ári og verður framvegis á miðvikudögum kl. 14.45 og hefst aftur þann 9. janúar n.k.

 

Veikindaleyfi formanns.

Tilkynning til félagsmanna.

Gísli Garðarsson formaður, verður í veikindaleyfi til áramóta.

Varaformaður Kristín Dagbjartsdóttir sinnir störfum formanns  á meðan.