Leikhúsferð

Föstudaginn 10. janúar 2020 verður farið í Borgarleikhúsið að sjá „Vanja frænda“
eitt af stóru meistaraverkum Antons Tsjékhovs og af mörgum talið eitt það skemmtilegasta.
Sýningin hefst kl. 20.00 en farið verður frá Þorlákssetri kl. 18.45.
Verð er kr. 3.500.- + 2.000.- í rútu samtals kr. 5.500.- pr. mann sem þarf að greiða í síðasta lagi á mánudag 6. janúar.
Listi liggur frammi í Þorlákssetri einnig má hafa samband við:
Sigurð Val Magnússon í síma 822 4211
Mörtu Hauksdóttur í síma 868 7405
Maríu Erlingsdóttur í síma 846 9240

Jólagleði FEBH 2019

Jólagleðin 2019 verður haldin 12. desember kl. 14.00 á Hótel Örk í Glæsigerði, salur á annarri hæð, gengið inn um móttöku.

 

Dagskrá:

Kórinn Hverafuglar flytur nokkur lög, stjórnandi Daníel Arason

Hugvekju flytur Ninna Sif Svavarsdóttir okkar nýi sóknarprestur

Jólasaga; Guðbrandur Valdimarsson les. 

Hallgrímur Hróðmarsson flytur ljóðið Slysaskot í Palestínu eftir Kristján frá Djúpalæk 

Syngjand sex, Brynhildur Geirsdóttir og vinkonur.

Glæsilegt hlaðborð á kr. 2.500.- sem greiðist við innganginn.

Vinsamlega skráið ykkur á lista í Þorlákssetri eða í síma 860 3884 það er nauðsynlegt að hótelið fái sem réttasta tölu

 

Heilsuátak fyrir alla 60+

.Ánægjulegar fréttir frá stjórn FEBH

Heilsuátak fyrir alla 60+ með Jónínu Ben sem þjálfara.

Heilsuátakið er í samvinnu  Felags eldri borgara   (FEBH ) og Hveragerðisbæjar. Gengið er 2svar í viku á mánud og föstud  kl 11:00 í Hamarshöll. Námskeiðið verður til 13. desember 2019  öllum að kostnaðarlausu. Gangan er 2 svar í viku með upphitun, styrktaræfingar og teygjur. Síðan verður framhald á nyju ári á heilsuátaki fyrir alla 60+. Nánar auglýst  síðar.

Við bjóðum Jónínu Ben innilega velkomna aftur  til starfa með okkur.

Fyrir hönd stjórnar FEBH                                                                                                              Kristín Dagbjartsdóttir, formaður.

 

Til félagsmanna vegna stjórnarstarfa

 

Félag eldri borgara í Hveragerði leitar til félagsmanna til stjórnarstarfa fyrir félagið.  Allir geta sent inn tilnefningar til uppstillingarnefndar um gott fólk sem gæti haft áhuga á að vera með í að efla og styrkja félagið.  Það má alveg tilnefna sjálfan sig.

Tilnefningar má senda til uppstillingarnefndar:  Ingibjörg S. Guðjónsdóttir form. ingibjorgsigrun@simnet.is  sími 860 4160  

Námskeið í tálgun

Fyrirhugað er að halda námskeið í tálgun föstudaginn 1. nóvember kl. 13.30-16.30 og laugardaginn 2. nóvember kl. 11.00-14.00.  Kennari er Guðmundur Magnússon og er kennt í handavinnuhúsi Grunnskólans.  

Námskeiðið er bæði fyrir byrjendur og lengra komna og er frítt.  

Þátttakendur skrifi sig á lista í Þorlákssetri.  

Hægt er að kaupa hnífa á staðnum.

Leikhúsferð

Farið verður í Þjóðleikhúsið að sjá “Atómstöðina” nýtt og framsækið leikverk byggt á skáldsögu nóbelsskáldsins Halldórs Laxness undir stórn Unu Þorleifsdóttur fimmtudaginn 31. október n.k. kl. 19.30.  Farið verður frá Þorlákssetri kl. 18.15

Verð er kr. 1.500.- miðinn og kr. 2.000.- í rútu samtals kr 3.500.- sem má greiðast inn á reikning 0314-26-52 kt. 691189-1049 merkt leikhús eða greiða í Arion banka Sunnumörk.

Listi liggur frammi í Þorlákssetri og þarf að vera búið að skrá sig fyrir 28. október.

Einnig má hafa samband við

Sigurður Valur Magnússon í síma 822 4211

Marta Hauksdóttir í síma 868 7405

María Erlingsdóttir í síma 846 9240

Samverustundir í okt. og nóv.

Október, samverustund á miðvikudögum kl 13:00
9. okt. Rannveig Reynisdóttir iðjuþjálfi. Forstöðumaður stuðningsþjónustu og málefni aldraðra í Hveragerði. Hún kynnir starf sitt og kynningarbækling um þá þjónustu sem er í boði fyrir eldri borgara í Hveragerði.
16. okt. Ingimar Einarsson harmonikkuleikari við tökum lagið og gleðumst saman.
23. okt. Lilja Margrét Ólsen, héraðsdómslögmaður með fræðslu um erfðamál.
30. okt. Margrét Jónsdóttir frá Þingborg, hún segir sögu staðarins í máli og myndum.

Nóvember, miðvikud. Kl 13:00
6. nóv. Bjarni Harðarson bóksali með eitthvað skemmtilegt.
13. nóv. Njörður Sigurðsson sagnfræðingur með fræðandi og skemmtilegt efni.
20. nóv. Sævar Logi Ólafsson sagnfræðingur, segir frá upphafi skólahalds í Ölfusi.
27. nóv. Vilborg Jónsdóttir fræðir okkur um Parkinson samtökin.

Inflúensusprauta

Innflúensusprauta verður í Þorlákssetri þriðjudaginn 8. október kl. 10.00

Skráning er á Heilsugæslustöðinni í síma 432 2400

 

 

Samverustundir í sept.

Samverustund á miðvikudögum kl. 13:00 í september

18. sept. kemur Helga Unnarsdóttir og kynnir félagið Skotgöngu, sem býður uppá flottar gönguferðir útum allt og fyrir alla aldurshópa.
Bara skemmtilegt.

25. sept. verður fræðsla um flokkun á sorpi á vegum Gámaþjónustunnar.
Tímabært að læra að flokka rétt.

Fréttir frá stjórn

Fréttir frá stjórn FEBH
Á stjórnarfundi 8. ágúst tilkynnti Gísli Garðarsson formaður að af persónulegum ástæðum yrði hann að hætta sem formaður. Kristín Dagbjartsdóttir varaformaður tekur við og verður starfandi formaður fram að aðalfundi í febrúar 2020.