Fréttir frá stjórn eldri borgara

Fréttir frá stjórn eldri borgara Hveragerði

Kæru félagar,

Smá fréttir frá stjórn.

Félagsgjöld falla niður fyrir árið 2020.  Þeir sem hafa þegar greitt fá það metið fyrir árið 2021.

Stjórnin ákvað að færa viðskiptin frá Arion banka til Íslandsbanka með von um betri þjónustu.

Íslandsbanki býður eldri borgurum að hringja í sérstakan þjónustusíma fyrir eldri borgara í síma 4403737

Óákveðið er hvenær haustfundurinn verður haldinn. Verður auglýst síðar.

Guðlaug Birgisdóttir umsjónarmaður hússins hefur látið af störfum og nú leitum við eftir nýjum umsjónamanni.

Einnig hefur Jóhann Gunnarsson sem haldið hefur utan um félagaskrána í mörg undanfarin ár óskað eftir að ljúka störfum og leitum við að öðrum góðum eftirmanni.

Uppl. hjá ritara í síma 8687405.

 

Með bestu kveðju fyrir hönd stórnar FEBH

Marta Hauksdóttir ritari

Blómstrandi dagar 2020 í Þorlákssetri hætt við

Kæru félagar
Vegna ástandsins í þjóðfélaginu hefur Hveragerðisbær hætt við Blómstrandi daga í framhaldi af því hefur stjórn FEBH hætt við alla dagskrá sem fyrir huguð var í Þorlákssetri þssa daga. Kærar þakkir til ykkar sem hafa lagt fram ómælda vinnu við undirbúning vonandi getum við gert eitthvað annað skemmtilegt þegar starfið hefst í september. Með bestu kveðju f.h. stjórnar Kristín

Blómstrandi dagar í Þorlákssetri 14-16 .ágúst

Kæru félagar
Við leitum að listamönnum meðal ykkar við höldum að þeir leynist margir heima að leika. Það væri skemmtilegt ef þið vilduð sýna eitthvað af ykkar verkum í Þorlákssetri á Blómstrandi dögum. Við bíðum spennt eftir viðbrögðum ykkar. Nánari upplýsingar hjá undirbúningsnefnd. Bjarni 6962310 Kristín 860 3884 Marta 868 7405 Helgi 694 7293 Jónína 555 4122

Púttið fellur niður

Félagar vinsamlegast athugið:

Púttið felur niður um óákveðinn tíma vegna Covid-19 veirunnar.

Starfsemi í Þorlákssetri fellur niður um óákveðinn tíma.

Tilkynning frá stjórn FEBH
COVID-19
Í samráði við yfirlækni Heilsugæslunnar í Hveragerði
og tilmæli yfirvalda um takmarkaða hópastarfsemi hefur stjórn FEBH ákveðið
að fella niður alla starfsemi í Þorlákssetri
um óákveðinn tíma á meðan COVID-19 geysar.
Kveðja stjórnin.

Frá Heilsustofnun vegna Covid-19 veirunnar

Orðsending frá Heilsustofnun

Takmarkað aðgengi að Heilsustofnun meðan Covid-19 veiran geisar.

Sundleikfimi FEBH á miðvikudögum fellur niður um óákveðin tíma.

Látið þetta berast.

Stjórnin

Leikhúsferð

Nú er á döfinni að fara í leikhúsferð til Aratungu 28. febrúar n.k. að sjá gamanleikritið „ALLIR Á SVIГ eftir Michael Frayn í þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar.
Miðaverð er kr. 2.000.- og rútuferð kr. 2.000.- samtals kr. 4.000.- sem má greiða í Arion banka merkt leikhús eða greiða í heimabanka inn á reikning 0314-26-52 kt. 691189-1049
Leikritið hefst kl. 20.00 en farið verður frá Þorlákssetri kl. 18.45.
Listi liggur frammi í Þorlákssetri einnig má hafa samband við
Sigurður Valur Magnússon í síma 822 4211
Marta Hauksdóttir í síma 868 7405
María Erlingsdóttir í síma 846 9240
Leikhúsnefnd

Söngstund í Þorlákssetri

Söngstund í Þorlákssetri,
hjá Félagi eldriborgara í Hveragerði.

Miðvikudaginn 26. febr. kl. 13:00, munu Bassi, Björn Þórarinsson og Sæunn Freydís Grímsdóttir stjórna söngstund í Þorlákssetri.
Bassi leikur undir á pianó og grípur einnig í harmonikkuna.

Syngjum saman í 50-60 mínútur, gömlu lögin sem flestir kunna.

Textabækur verða á staðnum.

Fjölmennum og syngjum saman, söngur gleður og bætir heilsu.

Aðalfundur FEBH 2020

 

Aðalfundur Félags eldri borgara í Hveragerði verður haldinn fimmtudaginn 20. febrúar 2020 kl. 14: 00  í Þorlákssetri. *

*Fundarefni:*

*Skýrsla stjórnar*

*Skýrsla gjaldkera*

*Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga *

*Lagabreyting*

*Önnur mál*

*Kaffihlaðborð kr. 1.500.-*

*Stjórn FEBH*

Leikhúsferðir

Þá er komið að næstu leikhúsferð sem verður hér í Hveragerði 15. febrúar n.k. til að sjá „ÞJÓÐSAGA TIL NÆSTA BÆJAR“ leikrit fyrir alla fjölskylduna og hefst kl. 14.00 miðaverð er kr. 3.000.- en ef við verðum fleiri en 10 er miðaverð kr. 2.500.- pr. mann sem greiðist við innganginn 

Listi liggur frammi í Þorlákssetri til 12. febrúar, en einnig má hafa samband við;

Sigurður Valur Magnússon í síma 822 4211

Marta Hauksdóttir í síma 868 7405

María Erlingsdóttir í síma 846 9240

 

Áætlað er að fara í Þjóðleikhúsið þann 20. febrúar n.k. að sjá „ÚTSENDING“ Magnað verk um átök innan fjölmiðlaheimsins og vald fjölmiðlanna, sem hefur slegið rækilega í gegn í London og New York. 

Sýningin hefst kl. 19.30

Miðav erð er kr. 2.000.- + 1.500.- í rútu samtals kr. 3.500.- sem má leggjast inn á reikning 0314-26-52  kt. 691189-1049  eða í Arion banka og merkt leikhús

Farið verður frá Þorlákssetri kl. 18.15 

Listi liggur frammi í Þorlákssetri til 14. febrúar, en einnig má hafa samband við;

Sigurður Valur Magnússon í síma 822 4211

Marta Hauksdóttir í síma 868 7405

María Erlingsdóttir í síma 846 9240