Sértilboð til eldri borgara í vetur 2021 og fram á vor

Nokkuð hefur verið um það í gegnum árin að hópar, samtök og eða klúbbar ýmisskonar hafi tekið sig saman í ferðir um Snæfellsnesið fagra með viðdvöl í gistingu og eða eftirminnilega matarupplifun á Langaholti, enda staðsetning hótelsins mjög hentug. Nú eru skrítnir tímar og því hefur fólk frekar kosið að njóta sveitasælunnar eitt og sér eða í smærri hópum sem eðlilegt er. Við höfum hlýtt Víði í hvívetna og höfum því takmarkað herbergjaframboð okkar hverju sinni til að tryggja þægilega og streitulausa upplifun gesta okkar og erum því tilvalinn staður til að njóta sveitasælunnar í kyrrð og ró. Hótel Langaholti er rómað fyrir góðan mat, góða þjónustu, afslappað andrúmsloft og fallegt umhverfi.

Langaholt hefur nú þegar opið fyrir einstaklingsbókanir og smærri hópa, svo þegar að bólusetningum líkur eða Þegar samkomutakmörkunum sleppir og óhætt er fyrir stærri hópa að koma saman tökum við glöð á móti fyrirspurnum fyrir hópinn ykkar.

Langholt bíður ykkar fólki eftirfarandi tilboð á gistingu í vetur. Tilboðið Gildir til 31. maí 2021                            Tilboðið gildir jafnt fyrir einstaklingsbókanir sem og hópa.

 

morgunverður er innifalinn ásamt kaffi og tei á meðan dvöl stendur.

Eins manns herbergi í eina nótt ……………………………… 10.000 kr.

Tveggja manna herbergi í eina nótt …..…………………… 15.000 kr.

Þriggja manna herbergi  í eina nótt ………………………… 20.000 kr.

 

Nótt tvö og fleiri nætur bjóðum við svo á hálfvirði !

Eins manns herbergi í tvær nætur ………….… Samtals  15.000 kr. (seinni nóttin þá á 5.000 kr.)

Tveggja manna herbergi í tvær nætur ………. Samtals  22.500 kr. (seinni nóttin þá á 7.500 kr.)

Þriggja manna herbergi í tvær nætur ……….. Samtals  30.000 kr. (seinni nóttin á 10.000 kr.)

Sé um stærri hópa (10 manns eða fleiri) að ræða erum við svo ennfrekar tilbúin að setjast að samningaborðinu varðandi hópafslætti á matarverðum ofl. Og þá sér í lagi á virkum dögum!

Áhugasamir sendi fyrirspurnir á langaholt@langaholt.is eða hringi í síma 435-6789

Skoðið endilega síðurnar okkar  https://langaholt.is/islenska/ Og https://www.facebook.com/langaholt/

Þeir sem vilja bóka á tilboðinu “geri grein fyrir sér” með tilvísun í tilboðið til að tryggja sér þessi sér verð !

Gjafabréfin okkar

Gjafabréfin okkar eru vinsæl enda hentug við allskonar tilefni og margir möguleikar í boði.

Gjafabréfin okkar gilda allt árið um kring nema um annað sé samið og hafa engan fyrningardag.

Hægt er að nota ferðagjöf ríkisstjórnarinnar við gjafabréfakaup hjá okkur, en hafa þarf samband við okkur beint í þeim tilfellum svo hægt sé að afgreiða kaupin.

Við sérsníðum einnig gjafabréf að þinni ósk, með þínum texta og þeirri upphæð sem þú vilt gefa í gjöf

Við erum samningsfús og magnafslættir ætíð í boði. Áhugasamir sendi tölvupóst á topcat@langaholt.is

Sért þú viðtakandi góður áhugasamur um að áframsenda eða kynna tilboðið þínu fólki eru hjálögð tvö skjöl sem bæði innihalda tilboðin. Eitt með góðri lýsingu á herbergjum og kynningu á matar upplifuninni sem hentar að senda sem viðhengi í tölvupósti og annað A4 plakat sem hentar til að hengja upp á viðeigandi stað.

Með fyrirfram þökk og kærri kveðju

Starfsfólk Langaholts

Kær kveðja/Best regards

Eyþór Österby Christensen

Fjármál/Finance

Langaholt

Snæfellsnes

Iceland

Tel +354-773-1505

www.langaholt.is

Langaholt á facebook

Langaholt á Tripadvisor

Jólakveðja

Við óskum ykkur öllum og fjölskyldum ykkar Gleðilegra Jóla og farsældar á nýju ári og þökkum fyrir þær samverustundir sem við gátum átt á líðandi ári.
Jólakveðjur
Stjórn Febh

Viðbótarstuðningur

VIÐBÓTARSTUÐNINGUR
VIÐ ALDRAÐA
Félagslegum viðbótarstuðningi er ætlað að styrkja framfærslu aldraðra sem búsettir eru hér á landi og eiga engin eða takmörkuð lífeyrisréttindi í almannatryggingum.1
Hverjir geta sótt um?
 Einstaklingar sem eru 67 ára eða eldri, hafa fasta búsetu og skráð lögheimili hér á landi og sem dvelja varanlega á Íslandi. Erlendir ríkisborgarar geta átt rétt á viðbótarstuðningi að uppfylltum nánari skilyrðum.
Í hverju fellst stuðningurinn?
 Félagslegur viðbótarstuðningur getur mest orðið 90% af fullum ellilífeyri almannatrygginga. Einstaklingar geta einnig átt rétt á 90% af mánaðarlegri fjárhæð heimilisuppbótar.
 Allar tekjur greiðsluþega koma til frádráttar fjárhæð mánaðarlegs viðbótarstuðnings utan 25.000 kr. frítekjumarks á mánuði.
 Umsækjandi verður að hafa sótt um og tekið út að fullu öll réttindi sem hann kann að eiga eða hafa áunnið sér. Þetta á m.a. við um launatengd réttindi, greiðslur almannatrygginga og félagsleg aðstoð ríkisins sem og atvinnutengdar iðgjaldatengdar lífeyrisgreiðslur hjá íslenskum og erlendum aðilum.
Hvernig er umsóknarferlið?
 Sótt er um rafrænt í gegnum Mínar síður á heimasíðu Tryggingastofnunar, www.tr.is. • Til þess að skrá sig inn á Mínar síður þurfa umsækjendur að hafa annað hvort rafræn skilríki eða Íslykil frá Þjóðskrá Íslands.
 Mögulegt er að sækja um þrjá mánuði aftur í tímann.
• Til 31. janúar 2021 er hægt að sækja um viðbótarstuðning frá gildistöku laganna, 1. júlí 2020.  Afgreiðsla umsókna tekur allt að fjórum vikum.
 Í kjölfar umsóknar á Mínum síðum er umsækjandi boðaður í viðtal hjá

Hertar aðgerðir

Vegna hertra aðgerða sóttvarnateymisins teljum við í stjórninni ráðlagt að fara hægt af stað með starfsemi okkar. Við viljum ekki loka Þorlákssetri eins og er heldur óska eftir að allir fari varleg.
f.h. stjórnar FEBH
Marta Hauksdóttir, ritari

Nýjar bankaupplýsingar

NÝJAR BANKAUPPLÝSINGAR:
Allar greiðslu til félagsins eiga hér eftir að leggjast inn á reikning:
0586-26-2252 kt. 691189-1049 hjá Íslandsbanka.
Marta Hauksdóttir, ritari

Reglur um Pútt

Umgengnisreglur í pútti á tímum Covid19
1. Hver og einn ber ábyrgð á sínum persónulegu sóttvörnum fyrir komu og á meðan á pútti stendur.
2. Virða skal fjarlægðarreglur
3. Skylda að vera með grímur
4. Notkun hanska er valkvæð
5. Bannað að taka upp holustangir
6. Spritt skal nota áður en kaffikann er snert
7. Einn ritari fyrir hvern hóp

Heimsókn í Listasafn Árnesinga

Kæru félagar
Miðvikud.7.október kl 13:00  mætum við í Listasafn Árnesinga
til að sjá sýninguna NORÐRIÐ, sem er samsýning listamanna
frá Íslandi, Svíþjóð og Finnlandi.Sýningin hefur fengið mjög góða dóma.

Safnstjóri Kristín Scheving tekur á móti okkur og verður með leiðsögn.

Við hittumst í anddyri Listasafnsins tímanlega.

Með bestu kveðju.
F.h stjórnar Marta Hauksdóttir ritari

Málþing um einmanaleika

Ágætu formenn aðildarfélaga LEB og aðrir velunnarar,

LEB stendur fyrir málþingi um einmanaleika fimmtudaginn 17. sept. n.k. kl. 13.00 til 17.00 á Hótel Hilton Nordica, Suðurlandsbraut 2, 105 Reykjavík

Aðgangur er ókeypis, en vegna sóttvarna og fjöldatakmarkana verða þeir sem hafa hug á að sækja málþingið að skrá sig fyrir miðnætti n.k. mánudag, 14. september. Skráningarform er hér: SKRÁNING

Einnig er hægt að fara inn á skráningareyðublaðið frá heimasíðu LEB www.leb.is

ATH. Þeir sem ekki komast á málþingið geta fylgst með því á vef LEB, þar sem því verður streymt. www.leb.is

Fimmti hver Íslendingur 67 ára og eldri er stundum eða oft einmana. Stundum er það alvarlegt mál, flókið og erfitt að vera einmana. Þú getur valið að vera einn, en enginn vill vera einmana. Afleiðingar einmanaleika og félagslegrar einangrunar geta verið bæði líkamalegar og andlegar og  geta jafnvel rænt fólk lífsgæðum.

LEB hefur sett vinnu gegn einmanaleika og félagslegri einangrun í ákveðinn forgang. Þetta verður viðfangsefni málþingsins 17. september, Samtökin hafa leitað eftir samstarfi við ýmsa aðila. Fulltrúar nokkurra þessara samstarfsaðila munu flytja erindi á málþinginu.

Málþingið er haldið til að auka þekkingu á vandanum og svara spurningunni: Hvað er til ráða?

Málþingið er haldið í samvinnu við Farsæla öldrun – Þekkingarmiðstöð með stuðningi  heilbrigðisráðuneytisins.

Við hvetjum ykkur öll til að dreifa þessum upplýsingum sem víðast svo að sem flestir fái tækifæri til að fylgjast með málþinginu, hvort heldur að mæta á staðinn eða fylgjast með á streymi.

Dagskrá málþingsins fylgir hér með á viðhengi.

Minnum á vefsíðu LEB wwwleb.is og Facebooksíðu LEB: facebook.com/landssambandeldriborgara

Kveðja
Viðar Eggertsson

Skrifstofustjóri
LEB – Landssamband eldri borgara

Sigtún 42, 105 Reykjavík
Sími: 5677111 / 8988661

 

leb@leb.is
www.leb.is

Tilboð frá Friðheimum

Heilsuefling 60+