Síma- og tölvukennsla

Nú er komað að því að við höldum námskeið til að læra á símann okkar og tölvuna.
Kennt verður á mánudögum og miðvikudögum kl. 17-18.
Kennari er Kristinn Ólafsson sem er kennari hér við Grunnskólann.
Þeir sem hafa áhuga þurfa að skrá sig í síðasta lagi mánudaginn 1. nóvember því hann vill byrja að kenna strax seinni partinn þann dag.Taka þarf fram hvort fólk vill læra á síminn, Ipatin eða spjaldtölvuna og hvort þeir eru byrjendur eða lengra komnir
Í fyrsta tímanum verður kennt á símann fyrir byrjendur. Ekki geta verið fleiri en 8 manns í einu svo fyrstur kemur, fyrstur fær. Hægt er að skrá sig í tölvupósti eða á blaði hér í Þorlákssetri. Einnig er hægt að hringa í mig í síma 8687405.

Bestu kveðjur
Marta, ritari

Flensusprauta

Heilsugæslan í Hveragerði verður ekki með flensusprautu fyrir eldri borgara í Þorlákssetri, heldur verður hver og einn að panta tíma hjá þeim
Marta Hauksdóttir, ritari FEBH

Söngstund

Kæru félagar,

Á miðvikudaginn 20. október kl. 13:00 verður söngstund hér í Þorlákssetri.  Sæunn mun leiða sönginn og við höfum fengið góðan gítarleikara til að spila undir.
Allir hjartanlega velkomnir.  Því fleiri því betra.
Höfum gaman saman
Bestu kveðjur
Marta, ritari

Síma- og tölvukennsla

Kynningafundur um síma- og tölvukennslu verður mánudaginn 18.október kl. 16:30 í Þorlákssetri.

Ef þið hafið áhuga á að kynna ykkur hvernig þetta verður, þá endilega komið.

Þá verður ákveðið á hvaða dögum þetta verður .

Kennari verður Kristinn Ólafsson sem er kennari við grunnskólann í Hveragerði.

Hverafuglar

Ágætu Hvergerðingar,

 

Hverafuglar (kór eldri borgara) blása til sóknar og hyggjast efla sinn ágæta kór.

Mörg spennandi verkefni framundan, m.a. fyrirhuguð utanlandsferð á næsta söngári.

Nýjir félagar sérstaklega boðnir velkomnir og kórinn er opinn öllum 60 ára og eldri.

Æfingatími alla fimmtudaga kl. 16:00 – 18:00 í Þorlákssetri.

Nýjir meðlimir þurfa ekki að kunna að lesa nótur né hafa verið í kór áður.

Engilega kíkið við, heitt á könnunni, horfið, hlustið og takið svo þátt.

Við tökum á móti ykkur með brosi á vör.

Létt og skemmtilegt lagaval.

Kórstjóri:  Örlygur Guðmundsson

Tálgunarnámskeið

Tálgunarnámskeið

Byrjendanámskeið í tálgun verður haldið í smíðastofu skólans föstudaginn 22. október kl. 14:00

Kennari verður Guðmundur Magnússon frá Flúðum.

Þeir sem hafa áhuga skrái sig á lista sem í í Þorlákssetri fyrir 15. oktober.

Nánari upplýsingar veita Lena í síma 661.4878 og Sigurður 822.4211

Haust- og aðalfundur

Minni á haust- og aðalfundinn sem verður á morgun, fimmtudag 30/9  kl. 14:00

Kveðja
Marta Hauksdóttir, ritari

Haust- og aðalfundur 2021

Haustfundur og Aðalfundur Félags eldri borgara í Hveragerði

Haustfundur verður haldinn í Þorlákssetri fimmtudaginn 30. september 2021 kl. 14:00

Vetrarstarfið kynnt.

Aðalfundur verður svo í framhaldi af Haustfundi.

Fundaefni:

Skýrsla stjórnar

Skýrsla gjaldkera

Kosning stjórnar og skoðunarmenn reikninga

Önnur mál

Kaffihlaðborð verður í lok fundanna í boði Almars bakara og Lagnaþjónustunnar

 

Stjórn FEBH

Pútt

Það er aðeins breyttur tími hjá Púttinu.

Það er á föstudögum kl. 09:30.
Allir nýir félagar velkomnir í hópinn

Hverafuglar

Nú er kórinn okkar að fara af stað með æfingar.

Fundur í Þorlákssetri með Örlygi þriðjudaginn 21.september kl. 16:00.
Vona að sem flestir geti mætt og nýir félagar velkomnir
Bestu kveðjur
Marta ritari