Aðalfundur 13. febrúar 2025
Aðalfundarboð í Félagi eldri borgara Hveragerði
- febrúar 2025 kl. 15.30 í Þorlákssetri
Sjá meðfylgjandi skjöl
Aðalfundarboð í Félagi eldri borgara Hveragerð11
Aðalfundarboð í Félagi eldri borgara Hveragerði
Sjá meðfylgjandi skjöl
Aðalfundarboð í Félagi eldri borgara Hveragerð11
Desember 2024
Góðir félagar
Uppstillinganefnd Félags eldri borgar í Hveragerði hvetur þá liðsmenn sem áhuga hafa á setu í stjórn félagsins að bjóða sig fram fyrir næsta kjörtímabil (tvö ár).
Aðalfundurinn verður haldinn þann 13.febrúar 2025.
Starfið hefur verið mjög kraftmikið og mikilvægt að svo verði áfram. Við hvetjum áhugasama til þess að bjóða sig fram til stjórnarsetu í okkar góða félagi.
Í aðalstjórn sitja fimm manns og tveir í varastjórn.
Hér með er óskað eftir félögum til að gefa kost á sér í embætti formanns og einnig í aðal- og varastjórn.
Stjórnin tilnefnir fulltrúa á þing Landsambands eldri borgara (LEB).
Þeir sem áhugasamir eru um stjórnarsetu láti uppstillinganefnd vita í netpósti fyrir 1.janúar 2025.
Eyvindur Bjarnason, netfang: kjarrheidi10@gmail.com
Hólmfríður Árnadóttir, netfang: holmarn@ismennt.is
Guðmundur Sveinbjörnsson, netfang: gummi29@simnet.is
Kveðja,
Uppstillinganefnd FEB í Hveragerði
Jólafundur í Félagi eldri borgara í Hveragerði
5.12.2024 kl. 17.00 á Hótel Örk
Hér með er auglýstur jólafundur Félags eldri borgara í Hveragerði sem haldinn verður fimmtudaginn 5. desember 2024 kl. 17 á Hótel Örk.
Fundurinn hefst með stuttri dagskrá með jólalegu ívafi ásamt upplýsingum um starfið á vormisseri 2025. Ýmsir gestir koma s.s. presturinn okkar sr. Ninna Sif Svavarsdótti sem flytur ávarp. Kl. 18 hefst jólaveisla að hætti Hótels Arkar. Má þar fyrst nefna forréttarþrennu. Þá verður í aðalrétt lamb og kalkúnn með fjölbreyttu meðlæti. Milli rétta verða söng- og skemmtiatriði, meðal annars mun kórinn okkar Hverafuglar syngja jólalög undir stjórn nýja söngstjórans Daniels Alexander Cathcart Jones.
Verð er kr. 9000 á mann. Opnað verður fyrir skráningu inn á Abler mánudaginn 18.11.24 – 28.11.24. Í næstu viku verður aðstoð á skrifstofunni ef einhverjir vilja og það er nóg pláss í hátíðarsalnum.
Fyrir hönd stjórnar
Sigurlín Sveinbjarnardóttir, formaður
Sæl öll. Takið endilega tímann frá og fylgist með nánari kynningu á jólafundi okkar í Félagi eldri borgara í Hveragerði sem haldinn verður kl. 17. fimmtudaginn 5. desember 2024 á Hótel Örk. Hann verður auglýstur nánar síðar.
Fundurinn hefst kl. 17 og verður þar dagskrá með jólalegu ívafi ásamt upplýsingum um starfið. Kl. 18 hefst jólaveisla að hætti hótelsins: Forréttarþrenna, í aðalrétt er lamb og kalkúnn með fjölbreyttu meðlæti. Verð er kr. 9000 á mann.
Fyrir hönd stjórnar
Sigurlín Sveinbjarnardóttir, formaður
Ljósmyndahópurinn HVER verður með ljósmyndasýningu í Bókasafninu í Hveragerði í nóvembermánuði.
Sýningin heitir:
FYRR og NÚ -Hveragerði
Sýningin opnar á föstudaginn kl. 15.00 í bókasafninu. Boðið verður upp á kaffi og pönnsur við opnunina. Verið öll hjartanlega velkomin.
Þetta er hvorki söguleg né menningarleg sýning- aðalmarkmið sýningarinnar er: Mín túlkun á tímanum fyrr og nú. Meginmarkmið hópsins er að hafa gaman saman. Hópinn skipa 15 félagar. Tíu félagar völdu að taka þátt í sýningunni. Hver og einn valdi sér eina gamla mynd frá Hveragerði eða nágrenni frá árunum kringum 1930-1970 og tók síðan mynd út frá svipuðu sjónarhorni. Félagar í ljósmyndahópnum BLIK á Selfossi aðstoðuðu við vinnslu myndanna og prentun.
Bókasafnið er opið mánudaga, kl. 11-18:30. þriðjudaga-föstudaga, kl. 13-18:30 og laugardaga, kl. 11-14.
Það sem framundan er á næstunni er glæsilegt ball í stóra salnum á Hótel Örk þann 15. okt. kl. 20. Þar verður dansað en einnig skemmtileg dagskrá með happdrætti og fl. Og gestir frá öðrum félögum eldri borgara á Suðurlandi heimsækja okkur.
Þangað skulum við fjölmenna, munið nú að fylgjast með auglýsingu í næstu viku.
Fundarboð á Haustfund í Félagi eldri borgara í Hveragerði 10.10.24 kl. 16 í Þorlákssetri
Hér með er boðað til félagsfundar eins og lög félagsins kveða á um. Þar verður kynning á því helsta sem er nú á döfinni á haustmisseri og hvað er væntanlegt. Við fáum gesti á fundinn; Magnús J. Magnússon, formann félags eldri borgara á Selfossi, sem ætlar að segja okkur frá ýmsu í þeirra starfi og einnig kemur Liljar Mar Pétursson, nýr forstöðumaður í Bungubrekku, sem aðstoðar okkur m.a. við skráningar í Sportabler. Hann mun útskýra fyrir okkur hvernig það kerfi virkar og hvað við þurfum að kunna en við getum líka fengið aðstoð. Einnig verður farið yfir stöðuna í námskeiðum okkar og hópum.
Það sem framundan er á næstunni er glæsilegt ball í stóra salnum á Hótel Örk þann 15. okt. kl. 20. Þar verðuur dansað en einnig skemmtileg dagskrá með happdrætti og fl. Og gestir frá öðrum félögum eldri borgara á Suðurlandi heimsækja okkur. Þangað skulum við fjölmenna, munið nú að fylgjast með auglýsingu í næstu viku.
Síðan er söng- og leiksýningin Ellý í Borgarleikhúsinu 23. nóv. Það verður rútuferð og enn er hægt að fá miða. Síðan er Jólafundur og hlaðborð sem verður nánar kynnt síðar. Margt fleira er framundan sem verður auglýst jafn óðum.
Munið sérstaklega eftir opnu húsi sem er á hverjum miðvikudegi kl. 15-16.45, með skemmtilegu spjalli, myndasýningum ofl.
Að sjálfsögðu verður tími fyrir umræður á haustfundinum og kaffiveitingar og gott meðlæti.
Mætum sem flest.
F.h. stjórnar
Sigurlín Sveinbjarnardóttir, formaður
Fréttabréf
Félags eldri borgara í Hveragerði september 2024
Hér með kynnum við hauststarfið 2024 í Félagi eldri borgara í Hveragerði. Þetta fréttabréf er sent í öll hús í Hveragerði til upplýsingar fyrir alla sem hér búa, líka þá sem ekki eru orðnir 60 ára. Það er sent í pósti en einnig til félaga í tölvupósti og á heimasíðu félagsins https://www.hvera.net. Vikutafla yfir starf hópa og einnig námskeið fylgir með. Skráning hefst 2. september og námskeiðin byrja frá og með 9. september. Starfsmaður okkar, Kolbrún Ósk Guðmundsdóttir, mun verða við á skrifstofunni í Þorlákssetri mánudaga – fimmtudaga kl. 9-12 og veita upplýsingar og aðstoð.
Almennir félagsfundir eru samkvæmt lögum félagsins fjórir á ári og eru þeir kynntir sérstaklega með góðum fyrirvara. Það er haustfundur haldinn í september, jólafundur í desember, aðalfundur í febrúar og vorfundur í maí. Þá er reynt að veita sem bestar upplýsingar um það sem er á döfinni en einnig að gera sér dagamun á ýmsan hátt.
Farið verður í ferðir tvisvar til þrisvar á ári. Leikhúsferðir eru einnig fyrirhugaðar eins og verið hefur. Margt fleira er verið að undirbúa en það verður auglýst vel með góðum fyrirvara þegar nær dregur. Á heimasíðu félagsins, https://www.hvera.net er kappkostað að birta upplýsingar um félagslífið, myndir úr starfinu og hvaðeina annað félaginu viðkomandi. Einnig eru settar ýmsar tilkynningar á facebókarsíðu FEBH. Tölvupóstfang félagsins er torlaksetur@gmail.com. Síminn í Þorlákssetri er 483 5216
Félag eldri borgara er opið öllum bæjarbúum 60 ára og eldri. Ef þú ert ekki þegar í félaginu en vilt taka þátt í starfi okkar, getur þú haft samband við starfsmann okkar á opnunartíma skrifstofu eða farið á heimasíðuna https://www.hvera.net, smellt á Félagið og fundið Að gerast félagi og þar opnast leið til að skrá þig rafrænt.
Stjórn FEB í Hveragerði
Sigurlín Sveinbjarnardóttir, formaður, s. 898 2488
Daði Ingimundarson, varaformaður, s. 897 3536
Birgir Þórðarson, ritari, s. 893 1800
Kristinn Kristjánsson, gjaldkeri, s. 892 9330
Anna Elísabet Ólafsdóttir, meðstjórnandi, s. 866 1674
Sigrún Guðný Arndal, varastjórn, s. 864 7401
Ingibjörg Sigrún Guðjónsdóttir, varastjórn s. 860 4160
Fundarboð á vorfund Félags eldri borgara í
Hveragerði þann 3. maí nk. kl. 16.00.
Kæru félagar!
Hér með boða ég ykkur á vorfund félagsins okkar þann 3. maí 2024 kl. 16 í Þorlákssetri.
Dagskráin verður fjölbreytt, fyrst kynningar á ferðum, bæði um Suðurland, upp á hálendið og jafnvel til Spánar. Einnig verður sagt frá helstu nýjungum sem fyrirhugaðar eru í haust. Fundinum lýkur með heimsókn í Skyrgerðina þar sem boðið verður upp á hressingu.
Með sumarkveðju
Sigurlín Sveinbjarnardóttir, formaður FEB Hveragerði
Miðvikudaginn 15. maí halda Hverafuglar kór eldri borgara vor söngskemmtun og bingó
hjá Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði.