Blómstrandi dagar í Þorlákssetri 2016
Blómstrandi dagar í Þorlákssetri 12. – 14. ágúst 2016
Sýning á tréskurði og öðrum munum gerðum af félagsmönnum.
Tréskurður er meðal þess sem er í boði hjá FEBH til skemmtunar og afþreyingar fyrir félagsmenn. Valdimar Ingvason húsasmíðameistari hefur kennt tréskurð á vegum félagsins síðast liðna 10 vetur. Valdimar lærði tréskurð hjá Hannesi Flosasyni og á sjálfur nokkur verk á sýningunni. Sýningin verður opnuð föstudaginn 12. ágúst, kl. 14:00 og verður opin til kl. 17:00. Laugardaginn 13. ágúst og sunnudaginn 14. ágúst verður opið frá kl. 13:00 til kl. 17:00.
Stjórn FEBH hefur kaffi á könnunni og lítilræði með, fyrir gesti.
Skildu eftir svar
Want to join the discussion?Feel free to contribute!