Afgreiðsla bæjarráðs á hugmyndum FEBH og Rauða krossins um aðkomu að „Þjóðarsátt um læsi“.
Hveragerði 01.10.2015
Á fundi bæjarráðs Hveragerðirbæjar, sem haldinn var í dag, var eftirfarandi tekið til umfjöllunar.
Í minnisblaðinu er gerð grein fyrir hugmyndum sem Félag eldri borgara í Hveragerði og Rauða kross deild Hveragerðis hafa kynnt um mögulega aðkomu meðlima félaganna að aðstoð við börn með lestrarörðuleika með áherslu á börn af erlendum uppruna í Grunnskóla Hveragerðis. Telja forsvarsmenn félaganna að með þessu móti geti aðilar í félögunum lagt sitt af mörkum við innleiðingu Þjóðarsáttmála um læsi sem undirritaður var nýlega.
Eftirfarandi var fært til bókar.
„Bæjarráð fagnar frumkvæði félaganna og telur að verkefni sem þetta geti orðið börnum bæjarins mikil lyftistöng. Hugmyndin hefur þegar verið kynnt í Fræðslunefnd sem tók jákvætt í erindið.
„Bæjarráð samþykkir að fela skólastjórnendum að vinna að skipulagi verkefnisins í samvinnu við Félag eldri borgara og Hveragerðisdeild Rauða krossins.“
Þetta tilkynnist hér með. Virðingafyllst. f.h. Hveragerðisbæjar. Hanna Lovísa Olsen, þjónustufulltrúi
Skildu eftir svar
Want to join the discussion?Feel free to contribute!