Aðalfundur Félags eldri borgara Hveragerði
Aðalfundarboð í Félagi eldri borgara Hveragerði
24. febrúar 2023 kl. 15 í Þorlákssetri
Dagskrá
Skipan fundarstjóra og fundarritara
Skýrsla stjórnar um starfsárið 2022
Ársreikningur 2022
Félagsgjöld 2023
Lagabreytingar
Kosningar
1. Kosning formanns
2. Kosning tveggja stjórnarmanna til tveggja ára
3. Kosning eins varamanns í stjórn til tveggja ára
4. Kosning tveggja skoðunarmanna til eins árs og eins til vara
5. Kosning fulltrúa á mánaðarlega fundi og ársfund Landssambands eldri
borgara.
Tveir stjórnarmenn ganga úr stjórn; Áslaug Guðmundsdóttir, formaður og
Guðjón Árnason, varaformaður. Því þarf að kjósa formann, tvo menn í
aðalstjórn og einn í varastjórn. Tillaga uppstillingarnefndar liggur fyrir á
heimasíðu félagsins, www.hvera.net og í Þorlákssetri.
Önnur mál: Verkefni framundan.
Að fundi loknum er öllum boðið í kaffiveitingar á Rósakaffi.
Stjórn Félags eldri borgara Hveragerði.
Tillögur uppstillinganefndar
Skildu eftir svar
Want to join the discussion?Feel free to contribute!