Jólafundur

Jólafundur í Félagi eldri borgara í Hveragerði

5.12.2024 kl. 17.00 á Hótel Örk

Hér með er auglýstur jólafundur Félags eldri borgara í Hveragerði sem haldinn verður fimmtudaginn 5. desember 2024 kl. 17 á Hótel Örk.
Fundurinn hefst með stuttri dagskrá með jólalegu ívafi ásamt upplýsingum um starfið á vormisseri 2025. Ýmsir gestir koma s.s. presturinn okkar sr. Ninna Sif Svavarsdótti sem flytur ávarp. Kl. 18 hefst jólaveisla að hætti Hótels Arkar. Má þar fyrst nefna forréttarþrennu. Þá verður í aðalrétt lamb og kalkúnn með fjölbreyttu meðlæti. Milli rétta verða söng- og skemmtiatriði, meðal annars mun kórinn okkar Hverafuglar syngja jólalög undir stjórn nýja söngstjórans Daniels Alexander Cathcart Jones.
Verð er kr. 9000 á mann. Opnað verður fyrir skráningu inn á Abler mánudaginn 18.11.24 – 28.11.24. Í næstu viku verður aðstoð á skrifstofunni ef einhverjir vilja og það er nóg pláss í hátíðarsalnum.

Fyrir hönd stjórnar
Sigurlín Sveinbjarnardóttir, formaður

0 replies

Skildu eftir svar

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *