Haustfundur
Fundarboð á Haustfund í Félagi eldri borgara í Hveragerði 10.10.24 kl. 16 í Þorlákssetri
Hér með er boðað til félagsfundar eins og lög félagsins kveða á um. Þar verður kynning á því helsta sem er nú á döfinni á haustmisseri og hvað er væntanlegt. Við fáum gesti á fundinn; Magnús J. Magnússon, formann félags eldri borgara á Selfossi, sem ætlar að segja okkur frá ýmsu í þeirra starfi og einnig kemur Liljar Mar Pétursson, nýr forstöðumaður í Bungubrekku, sem aðstoðar okkur m.a. við skráningar í Sportabler. Hann mun útskýra fyrir okkur hvernig það kerfi virkar og hvað við þurfum að kunna en við getum líka fengið aðstoð. Einnig verður farið yfir stöðuna í námskeiðum okkar og hópum.
Það sem framundan er á næstunni er glæsilegt ball í stóra salnum á Hótel Örk þann 15. okt. kl. 20. Þar verðuur dansað en einnig skemmtileg dagskrá með happdrætti og fl. Og gestir frá öðrum félögum eldri borgara á Suðurlandi heimsækja okkur. Þangað skulum við fjölmenna, munið nú að fylgjast með auglýsingu í næstu viku.
Síðan er söng- og leiksýningin Ellý í Borgarleikhúsinu 23. nóv. Það verður rútuferð og enn er hægt að fá miða. Síðan er Jólafundur og hlaðborð sem verður nánar kynnt síðar. Margt fleira er framundan sem verður auglýst jafn óðum.
Munið sérstaklega eftir opnu húsi sem er á hverjum miðvikudegi kl. 15-16.45, með skemmtilegu spjalli, myndasýningum ofl.
Að sjálfsögðu verður tími fyrir umræður á haustfundinum og kaffiveitingar og gott meðlæti.
Mætum sem flest.
F.h. stjórnar
Sigurlín Sveinbjarnardóttir, formaður
Skildu eftir svar
Want to join the discussion?Feel free to contribute!