Fréttir af starfi FEB-Hveragerði

Fréttir af starfi FEB Hveragerði á haustmisseri 2023

Nú er mesti annatíminn við að koma öllu starfinu í gang eftir sumarfrí liðinn hjá. Við í stjórninni tókum upp þá nýjung að skrá alla viðburði og námskeið sem boðið er upp á í tölvukerfi sem heitir Sportabler. Þetta þótti mörgum vera erfið brekka, líka okkur í stjórninni, en allt hefur gengið vel og allt starfið farið af stað á þeim tíma sem við höfðum áætlað. Nokkrir hnökrar reyndust vera, en það var þá oftast villa í banka viðkomandi. Við réðum starfsmann tímabundið sem hjálpar mikið. Bestu þakkir fyrir þolinmæði ykkar. Hóparnir í Þorlákssetri eru allir komnir af stað en við höfum haft áhyggjur af félagsvistinni en þar hafa fáir mætt. Tíminn kl. 13.00 á þriðjudögum rekst á vinsæla tíma í Heilsueflingu 60 + sem lýkur reyndar 19.10. nk. Við viljum því breyta tímanum yfir á kl. 15-18 á þriðjudögum þangað til. Sigurbjörg Ottesen verður hópstjóri.
Föstudaginn 29.9. var fyrsti föstudagsviðburðurinn, Pizzu og bjórkynning í Ölverki sem gekk ljómandi vel.
Næst er það svo sviðaveislan föstudaginn 27. október þar sem mættu 120 manns í Rósakaffi í fyrra. Nú viljum við ekki hafa svona þröngt svo við tökum á móti 70 manns og eigum síðan frátekið næsta föstudag á eftir þann 3. nóvember, aftur fyrir 70 manns ef mæting verður það góð.
Svo er það leikhúsferð þann 16. nóvember á Deleríum Búbónis, áætlað fyrir 50 manns á þá sýningu. Nánari kynning og skráning verður fljótlega.
Og til að ljúka þessari upptalningu ber að nefna Jólahlaðborðið á Hótel Örk þar sem er glæsilegur jólamatur og ýmislegt skemmtilegt á boðstólum sem verður
kynnt síðar. Dagsetningin er 6. desember kl. 15-18. Dagsferð um Reykjanes hefur verið frestað fram í mars 2024. Fylgist vel með auglýsingum sem birtast á heimasíðu félagsins Hvera.net, einnig fésbókarsíðu, í tölvupósti og pósti með frímerki og svo er hún Ásta á skrifstofunni sem hjálpar við að finna upplýsingarnar. Og félagið niðurgreiðir um 25% allt sem er á döfinni til áramóta.
Hveragerði 3.10.2023
Fh. stjórnar: Sigurlín Sveinbjarnardóttir, formaður

0 replies

Skildu eftir svar

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *