Vorfundur 12. maí kl. 18:00
Kæru félagar í FEB í Hveragerði.
Nú fer að líða að árlegum vorfundi sem haldinn verður næsta föstudag, 12.5. kl. 18 í Þorlákssetri. Fyrst á dagskrá verður Sigurlín Sveinbjarnardóttir, formaður, með ýmsar upplýsingar varðandi starfsemi félagsins á vormisseri og horfur fyrir haustið. Einnig mun hún segja frá verkefni sem nefnt er Bjartur lífsstíll og snýr að aukinni áherslu á hreyfingu fólks 60+.
Þar næst kemur Helgi Pétursson, formaður Landssambandsins og segir okkur frá helstu áherslum sem lagðar eru þar á bæ okkur öllum til góðs.
Þá mun Steinunn Aldís Helgadóttir segja okkur frá vinnu í Öldungaráði Heragerðisbæjar, m.a. í stefnumótunarvinnu um málefni eldri Hvergerðinga. Hægt verður að spyrja um allt sem brennur á fólki og reynt eftir bestu getu að svara.
Síðan verða góðar veitingar, kaffi, te og vatn í boði félagsins. Engin skráning, bara að mæta sem flest með uppbyggilegar ábendingar og umræður.
Fyrir hönd stjórnar,
Sigurlín Sveinbjarnardóttir, formaður
Skildu eftir svar
Want to join the discussion?Feel free to contribute!