Bókmenntahópur

„ Leshópurinn hittist alltaf kl. 10:30 – 12:00 á föstudögum í Þorlákssetri og eru allir félagsmenn velkomnir. Hugmyndin er að fundirnir verði frjálslegir og á hverjum fundi lesi 2-4 aðilar, sem ákveðnir eru á fundinum á undan, sjálfvalið efni. Það má vera kafli úr skáldsögu, smásaga, fræðigrein úr bók eða tímariti, nokkur ljóð eða hvaðeina sem viðkomandi finnst áhugavert. Jafnframt þarf viðkomandi að kynna höfund, kynna bókina eða fjalla aðeins um efnið. Eftir hvern lestur verði boðið upp á umræður. Þetta býður upp á fjölbreytni og ef til vill hvatningu til að kynna sér eitthvað sem annars hefið ekki þótt áhugavert. Einnig verði að hausti valin ein bók sem allir lesi yfir „önnina“ og verði hún tekin til umræðu undir lok „annarinnar“. Sama gert að vori. Auðvitað koma svo aðrar hugmyndir til greina.

Það er líka velkomið að mæta bara til að hlusta – engin skylda að lesa fyrir hópinn.“

0 replies

Skildu eftir svar

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *