Lífshlaupið

Frá: Bjartur lífsstíll

Skráning í Lífshlaupið hefst 18. janúar!

Ágæti viðtakandi.

Lífshlaupið 2023 hefst 1. febrúar, ætlar þú ekki að vera með í ár?
Skráning

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum Embættis landlæknis um hreyfingu hvort sem er í frítíma, vinnu, skóla eða við val á ferðamáta. Í ráðleggingunum segir að börn og unglingar þurfi að hreyfa sig minnst 60 mínútur daglega og fullorðnir þurfi að stunda miðlungserfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega.

Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að huga að eigin heilsu með því að stunda reglubundna hreyfingu. Flestir vita hver ávinningur þess að hreyfa sig reglulega getur verið en hér er smá áminning.
Reglubundin hreyfing stuðlar að bættum svefni, bættum lífsgæðum, dregur úr líkum á ýmsum sjúkdómum og styrkir hjarta- og æðakerfið

Lífshlaupið skiptist í fjóra keppnisflokka

Með Lífshlaups-appinu er einfalt að skrá sína hreyfingu á meðan á Lífshlaupinu stendur. Í smáforritinu er hægt að skrá og sjá alla hreyfingu viku aftur í tímann. Þar er einnig hægt að lesa hreyfingu beint úr Strava. Það er þó rétt að benda á að það þarf að fara á vefsíðu Lífshlaupsins til þess að stofna aðgang og til þess að stofna lið/ganga í lið, en eftir að það er búið er hægt að skrá sig inn í gegnum smáforritið og skrá alla hreyfingu þar. Smáforritið finnst bæði í App Store (iOS) og í Play Store (Android) undir heitinu „Lífshlaupið“. Einnig er hægt að nálgast það með því að smella hér ef þú ert í Iphone en hér ef þú ert að nota Android.

Skráningarferlið er einfalt og þægilegt og fínar leiðbeiningar má finna r.

Nánari upplýsingar um Lífshlaupið gefa Hrönn Guðmundsdóttir og Linda Laufdal, starfsmenn Fræðslu- og almenningssviðs ÍSÍ á netfanginu lifshlaupid@isi.is eða í síma 514-4000

Á meðan Lífshlaupið stendur yfir eru heppnir þátttakendur dregnir út alla virka daga í Morgunverkunum á RÁS 2, þeir heppnu fá ávaxtabakka frá Ávaxtabílnum.
Átta þátttakendur eru svo dregnir út í myndaleik Lífshlaupsins sem fá veglega vinninga frá eftirfarandi samstarfsaðilum:
Ávaxtabíllnum,  MjólkursamsölunniSkautahöllinni,  Klifurhúsinu,  World Class,  Primal og Lemon

Taktu þátt, vertu fyrirmynd og hvettu fólkið í kringum þig til þess að taka þátt í Lífshlaupinu 2023

Með Lífshlaupskveðju

0 replies

Skildu eftir svar

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *