Frá uppstillingarnefnd
Frá Uppstillingarnefnd FEBH
Uppstillingarnefnd FEBH hefur verið falið að leita eftir fólki til stjórnarstarfa næsta kjörtímabil sem er tvö ár.
Aðalfundur félagsins verður 23.02.23 og verða tillögur nefndarinnar að liggja frammi a.m.k tveimur vikum áður.
Starf félagsins hefur verið blómlegt í vetur og margt fólk tekið þátt í margs konar starfsemi á vegum félagsins, auk ýmiskonar skemmtunar. Félagið vex og dafnar og telur nú um 400 félaga. Það er ómetanlegt að eiga gott félag fyrir okkur eldri borgara og slíkt gerist ekki af sjálfu sér. Í stjórn þarf að sitja áhugasamt fólk sem er tilbúið að leggja fram krafta sína. Við óskum eftir fólki með áhuga og reynslu af félagsstörfum.
Við hvetjum þá sem áhuga hafa á að starfa í stjórn að hafa samband við eitthvert okkar í nefndinni.
Með bestu kveðjum
Hólmfríður Árnadóttir s: 6946869 holmarn@ismennt.is
Margrét Magnúsdóttir s: 863 7467 reykjarkot@internet.is
Eyvindur Bjarnason s: 893 0324 kjarrheidi10@gmail.com
Skildu eftir svar
Want to join the discussion?Feel free to contribute!