Jólahlaðborð
Jólagleði Félags eldri borgara í Hveragerði fimmtudaginn 1. des. nk. á
Hótel Rangá
Þá er komið að kynningu á Jólagleði FEB Hveragerði 1. 12. 2022. Við förum í rútu og leggjum af stað
frá Þorlákssetri kl. 13.30. Ekið verður sem leið liggur austur að Hótel Rangá. Það verður fallegur
upplestur í hátalakerfinu á leiðinni: Hlíf S. Arndal mun lesa upp úr skáldverki Gunnars Gunnarssonar,
Aðventu.
Á Hótel Rangá fáum við 7 rétta jólamatseðil sem borinn verður á borðin. Fyrst rjómalöguð
villisveppasúpa, þá forréttartvenna: villibráðarpaté og grafinn lax á salatbeði, síðan aðalréttatvenna:
purusteik og lambafillet með sykurgljáðu smælki og soðsósu. Eftirréttur er súkkulaðiostakaka og
sörur.
Einnig er boðið upp á sérstakt tilboð á drykkjum með matnum: Santa Sofia Pinot grigio hvítvínsglas á
kr. 1500, Finca Las Moras Tempranilla rauðvínsglas á kr. 1500 og kranabjór á kr. 1000.
Á meðan á borðhaldinu stendur birtist tónlistarfólk úr héraði og syngur nokkur lög fyrir okkur.
Ef til vill verða einhverjir sem vilja halda uppi góðri stemningu með söng í rútunni á leiðinni heim.
Hámarksfjöldi er 70 manns. Verðið er niðurgreitt eins og áður og kostar kr. 7000 á mann fyrir rútu og
mat. Innheimt verður gegnum heimabanka.
Umsjón og skráning er í höndum Sigurlínar á netfangi sigurlinsv@simnet.is eða síma 898 2488.
Betra er að senda tölvupóst til að forðast bið eftir símtali, allir fá svar samdægurs. Skráningartíminn
er kl. 15.00 til 18.00; þriðjudag 22.11., miðvikudag 23.11., og fimmtudag 24.11.2022.
Munið, það þarf að skrá nafn og kennitölu!
Fh. stjórnar
Sigurlín Sveinbjarnardóttir, starfandi formaður
Skildu eftir svar
Want to join the discussion?Feel free to contribute!