Sviðaveisla
Sviðaveisla á vegum FEB Hveragerði þann 11.11 kl. 19 í Rósakaffi.
Kæru félagar í Félagi eldri borgara í Hveragerði. Á hugmyndafundinum okkar í maí sl. kom fram áhugi á að halda sviðaveislu. Þá er við hæfi að það verði að veruleika núna við lok sláturtíðar, föstudaginn 11. nóvember kl. 19 í Rósakaffi. Við höfum fengið mjög gott tilboð þar, og félagið niðurgreiðir enn um helming, svo við getum boðið ykkur máltíðina; svið (heit eða köld) með kartöflustöppu og rófustöppur á kr. 1000 á mann. Einnig verða drykkjarföng á mjög góðu verði. Karlakórinn hefur gefið vilyrði fyrir að líta við hjá okkur. Er til nokkuð þjóðlegra á Gormánuði en SVIÐ, BJÓR OG KARLAKÓR?
Staðfesta þarf þátttöku með því að svara tölvupósti eða hringja í síma 4835216 í Þorlákssetri í síðasta lagi föstudaginn 4.11. Vakt verður við símann þriðjudaginn 1.11, miðvikudaginn 2.11 og fimmtudaginn 3.11, kl. 13-16
Við munum svo taka á móti ykkur við dyrnar og merkja við á þátttökulistanum. Þið greiðið síðan ykkar hlut við kassann í Rósakaffi.
Með bestu kveðjum
Stjórnin
Skildu eftir svar
Want to join the discussion?Feel free to contribute!