Vestmannaeyjaferð

Kæru félagar,

Ákveðið hefur verið að fara vorferð til Vestmannaeyja  31. maí n.k.   Hámarks fjöldi verður 50 manns.
Félagið mun greiða 50% af kostnaði, þannig að hver félagi greiðir þá kr. 9.000.- eða kr. 18.000.- á hjón.
Hér með er skipulag ferðarinnar:
Rútan mun fara frá Þorlákssetri 31. maí kl. 8:30 og er áætluð heimkoma um kl. 18:30
Kl. 10:15 Mæting í Landeyjahöfn – Herjólfur fer kl. 10:45
Kl. 11:20  Starfsfólk Víkingaferða tekur á móti hópnum og býður upp á kaffi og kleinur á bryggjunni
Kl.  11:30   Útsýnisferð um Vestmannaeyjar – Staðreyndum og skemmtilegum sögum er blandað saman þegar við keyrum á milli staða í þessari skemmtilegu ferð.  Farið er á alla vinsælustu staðina eins og Sprönguna, Herjólfsdal, Stórhöfða, farið verður yfir Nýja-hrauni og sagt frá þegar gaus á eyjunni og hvernig það markaði líf eyjamanna.
Kl. 13:00 Eldheimar skoðaðir – Frábært safn sem geymir minningar gossins 1973. Allir fá sinn eigin leiðsögubúnað og skoða safnið á sínum hraða.
Kr. 13:50  Borðað hjá Einsa kalda – frábærum veitingastað í hjarta bæjarins.
                 Hópmatseðill:
                 Humarsúpa Einsa kalda – Grillaðir humarhalar, rjómi
                 Þorskhnakki – kartöflumús, miðjarðarhafssalsa, grænkál, hvítvíns-smjörsósa.
                 Drykkir á eigin vegum.
Kl. 14:50  Sagnheimar skoðaðir – Byggðasafn Vestmannaeyja sýnir sögu eyjanna á skemmtilegan og frumlegan  hátt.
Kl.  15:20  Frjáls tími í bænum.  Hægt er t.d. að fara á kaffihús eða versla í frábærum verslunum.
Kl. 16:25   Rútan hittir hópinn fyrir utan Brothers Brewery í miðbænum og skutlar í Herjólf.
Kl. 17:00   Lagt af stað með Herjólfi til Landeyja.
Við vonum að við náum að fylla rútuna, 50 manns og njótum ferðarinnar. Sigurlín Sveinbjarnardóttir varamaður í stjórn FEBH skipulagði ferðina og mun verða leiðsögumaður okkar í rútunni til Landeyja og til baka að Þorlákssetri.
Stjórn FEBH
Marta ritari.

17:43 (fyrir 0 mínútum)

17:43 (fyrir 0 mínútum)

0 replies

Skildu eftir svar

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *