Nýjar fréttir frá FEBH

Nýjar fréttir frá FEBH í Hveragerði
Ný stjórn í Félagi eldri borgara í Hveragerði leggur grunn að félagsstarfinu með því að bjóða
félagsmönnum (og öðrum sem eiga etv. eftir að skrá sig í félagið) í súpu og hugmyndahitting
miðvikudaginn 11. maí kl. 18 í Þorlákssetur. Þetta er kvöldfundur svo þeir sem eru enn að vinna geti
örugglega komið. Þar verður hópastarf þar sem félagsmenn geta rætt hugmyndir sínar um starfið,
sett þær á blöð sem félagsmenn sjálfir raða síðan í forgangsröð.
Þetta er mjög mikilvægur fundur því félagarnir eru félagið og ef þátttaka verður lítil verður ekki til
það kröftuga og skemmtilega starf sem við öll viljum hafa. Nú er kominn tími fyrir öfluga viðspyrnu
eftir Covid 19 og ekki eftir neinu að bíða að koma hlutunum á hreyfingu. Mætum því sem flest í góða
súpu og brauð og spennandi hugmyndavinnu. Aðgangur ókeypis

0 replies

Skildu eftir svar

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *