Viðtal vegna gömlu dansana
Góðan dag,
Atli Freyr Hjaltason heiti ég og er þjóðfræðingur. Í sumar vinn ég hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, við viðtalsrannsóknir á gömlu dönsunum. Ég sendi þetta bréf til Félags eldri borgara Hveragerði til þess að sjá hvort þið vitið um einhverja sem stundað hafa gömlu dansana og væru ef til vill til í að hitta mig. Ég verð á ferðinni í sumar og hafði hugsað mér að heimsækja fólk ef það er til í viðtal.
Ég leita að dönsurum, tónlistarmönnum, dansstjórum og fólki sem hefur gaman að gömlu dönsunum.
Það væri frábært ef þið vissuð um einhverja og gætuð komið mér í samband. Endilega sendið mér línu ef ég get svarað spurningum sem kunna að vakna.
Bestu kveðjur,
Atli Freyr Hjaltason
Skildu eftir svar
Want to join the discussion?Feel free to contribute!