Málþing um einmanaleika

Ágætu formenn aðildarfélaga LEB og aðrir velunnarar,

LEB stendur fyrir málþingi um einmanaleika fimmtudaginn 17. sept. n.k. kl. 13.00 til 17.00 á Hótel Hilton Nordica, Suðurlandsbraut 2, 105 Reykjavík

Aðgangur er ókeypis, en vegna sóttvarna og fjöldatakmarkana verða þeir sem hafa hug á að sækja málþingið að skrá sig fyrir miðnætti n.k. mánudag, 14. september. Skráningarform er hér: SKRÁNING

Einnig er hægt að fara inn á skráningareyðublaðið frá heimasíðu LEB www.leb.is

ATH. Þeir sem ekki komast á málþingið geta fylgst með því á vef LEB, þar sem því verður streymt. www.leb.is

Fimmti hver Íslendingur 67 ára og eldri er stundum eða oft einmana. Stundum er það alvarlegt mál, flókið og erfitt að vera einmana. Þú getur valið að vera einn, en enginn vill vera einmana. Afleiðingar einmanaleika og félagslegrar einangrunar geta verið bæði líkamalegar og andlegar og  geta jafnvel rænt fólk lífsgæðum.

LEB hefur sett vinnu gegn einmanaleika og félagslegri einangrun í ákveðinn forgang. Þetta verður viðfangsefni málþingsins 17. september, Samtökin hafa leitað eftir samstarfi við ýmsa aðila. Fulltrúar nokkurra þessara samstarfsaðila munu flytja erindi á málþinginu.

Málþingið er haldið til að auka þekkingu á vandanum og svara spurningunni: Hvað er til ráða?

Málþingið er haldið í samvinnu við Farsæla öldrun – Þekkingarmiðstöð með stuðningi  heilbrigðisráðuneytisins.

Við hvetjum ykkur öll til að dreifa þessum upplýsingum sem víðast svo að sem flestir fái tækifæri til að fylgjast með málþinginu, hvort heldur að mæta á staðinn eða fylgjast með á streymi.

Dagskrá málþingsins fylgir hér með á viðhengi.

Minnum á vefsíðu LEB wwwleb.is og Facebooksíðu LEB: facebook.com/landssambandeldriborgara

Kveðja
Viðar Eggertsson

Skrifstofustjóri
LEB – Landssamband eldri borgara

Sigtún 42, 105 Reykjavík
Sími: 5677111 / 8988661

 

leb@leb.is
www.leb.is

0 replies

Skildu eftir svar

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *