Fréttir frá stjórn eldri borgara

Fréttir frá stjórn eldri borgara Hveragerði

Kæru félagar,

Smá fréttir frá stjórn.

Félagsgjöld falla niður fyrir árið 2020.  Þeir sem hafa þegar greitt fá það metið fyrir árið 2021.

Stjórnin ákvað að færa viðskiptin frá Arion banka til Íslandsbanka með von um betri þjónustu.

Íslandsbanki býður eldri borgurum að hringja í sérstakan þjónustusíma fyrir eldri borgara í síma 4403737

Óákveðið er hvenær haustfundurinn verður haldinn. Verður auglýst síðar.

Guðlaug Birgisdóttir umsjónarmaður hússins hefur látið af störfum og nú leitum við eftir nýjum umsjónamanni.

Einnig hefur Jóhann Gunnarsson sem haldið hefur utan um félagaskrána í mörg undanfarin ár óskað eftir að ljúka störfum og leitum við að öðrum góðum eftirmanni.

Uppl. hjá ritara í síma 8687405.

 

Með bestu kveðju fyrir hönd stórnar FEBH

Marta Hauksdóttir ritari

0 replies

Skildu eftir svar

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *