Frá ferðanefnd FEBH 2018-2019
Fyrirhugaðar ferðir í ágúst og september.
Sumarferð 20. ágúst
Farið kl. 13:00 frá Þorlákssetri
Heimsækjum Skálholt- saga og menning í 1000 ár. Erla Traustadóttir sér um leiðsögn um staðinn.
Síðan ekið að Flúðum og heimsækjum hjónin Georg og Emmu hjá Flúðasveppum, þau eru frumkvöðlar í ræktun sveppa og fáum fræðslu um starfsemina. Færum okkur í Farmers Bistró í sömu byggingu og fáum Sælkerahlaðborð: Sveppasúpa með hvítum matarsveppum, kastaníusveppum og portobello (lactosa og glútenlaus). Heimabökuð hvítlauksbrauð, súrdeigsbrauð og byggbrauð. Papriku- og chilli sulta, paprikusulta. Papriku og sveppa tapenaði, mareneraðir sveppir, sveppasmjör og hvítlauks-og basilsmjör. Kr. 2390 pr. pers.
Ekið að Garðyrkjustöðinni Sóltúni. Það sérhæfa þau sig í jarðarberjarækt. Kynning á starfseminni.
Síðast heimsækjum við Secret Lagoon. Gamla sundlaugin á Flúðum, hún er staðsett í Hverahólmanum á Flúðum fyrir utan byggðina, áhugavert að skoða.
Komið í Hveragerði ca. kl. 18:00 .
Upplýsingar og skráning hjá:
Kristínu Dagbjartsdóttur 860 3884 / 557 4884
Fjólu Ragnarsdóttur 552 1231
Verð kr. 4650, innifalið: leiðsögn í Skálholti, súpuhlaðborð hjá Flúðasveppum og rútan. Greiðist í Arion banka reikn. nr. 52 fyrir 16. ágúst.
Kynning: Haustferðin föstud. 14. september kl. 13:00 frá Þorlákssetri.
Korpúlsstaðir skoðað hjá listamönnum.
Ekið Hvalfjörðinn að Hallgrímskirkju í Saurbæ. Presturinn með fræðslu um kirkjuna. Hernámssetrið að Hlöðum skoðað.
Kaffi á Hótel Glym.
Komið í Hveragerði ca. kl. 18:00.
Skildu eftir svar
Want to join the discussion?Feel free to contribute!