Síðsumarferð FEBH

FERÐAÁÆTLUN

Farið frá Þorlákssetri kl. 10.oo þriðjudaginn 25 ágúst n.k. Ekið verður upp Landsveit að Leirubakka þar sem Heklusetur verður heimsótt. Þaðan verður ekið yfir á Rangárvelli til Keldna þar sem gamli bærinn verður skoðaður.

Þaðan verður ekið um Fjallabaksleið-Syðri að Þríhyrningi og þaðan niður i Fljótshlíð um skógræktina á Tumastöðum og áfram upp Fljótshlíð að Kaffi Langbrók. Þar býður okkar Kjötsúpa. Áfram verður haldið að Hlíðarenda, en þaðan er frábært útsýni yfir héraðið.

Ekið á Hvolsvöll þar sem fræðst verður um Njálu og refillinn skoðaður, ef tækifæri gefst. Eftir það verður ekið í austur til Eyjafjalla, stansað vð Seljalandsfoss ef tími vinnst til. Næsti áfangastaður er Drangshlíð þar sem snæddur verður kvöldverður og gist um nóttina.

Næsta morgun verður ekið til Víkur, Víkurprjón heimsótt og fleira markvert skoðað. Nú er snúið við og ekið til baka að Skógum. Þar verður Byggðasafnið skoðað og þar verður einnig snædd súpa og brauð. Að því loknu verður heim á leið, Væntanleg heimkoma kl. 17,oo miðvikudaginn 26. Ágúst.

Áætlaður kostnaður:   kr 25.000   af þeirri upphæð greiðast kr 12.000 við brottför.

Gisting greiðist á staðnum.

Skráning og upplýsingar: Guðbrandur s. 567 5417, Sigurjón s. 483 4875

 

 

 

0 replies

Skildu eftir svar

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *